Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 68
Presiafélagsritiö.
Gandhi.
63'
En hershöfðinginn var torlrygginn, kallaði herinn til vopna og
alveg fyrirvaralaust var skothríð Iátin dynja yfir mannþyrp-
’nguna úr vélbyssum. Skothríðin stóð fullar 10 mínútur. Fólkið
9at ekki flúið undan í snatri, því að samkomustaðurinn var
afmarkað svæði, umgirt háum múrum. Fimm eða sex hundruð
>k lágu eftir á vellinum, og miklu fleiri voru særðir. Ekki
var hirt um þá. Ofsókninni hélt áfram. Flugvélar voru látnar
kasta sprengikúlum yfir varnarlaust fólkið. Fjöldi manna var
dfeginn fyrir herdóm, friðsamir borgarar voru barðir og
smánaðir á marga vegu. Það var engu líkara, en að æði-
kefði gripið hershöfðingjann og lið hans.
Þetta blóðbað kom Gandhi ekki á óvart. Þegar hann var
að leggja fylgismönnum sínum lífsreglurnar og áminna þá um
að yarast öll ofbeldisverk, hafði hann sagt þeim það fyrir, að
,ki mundi mjúkum höndum á þeim tekið; þeir yrðu að vera
v*ð því búnið að láta lífið hópum saman.
Þegar út barst fregnin um blóðbaðið í Amritsar, vakti það
sara gremju og hrylling, ekki eingöngu á Indlandi, heldur út
j101 allan heim. Heima á Englandi var fjöldi manna, sem
rafðist þess hástöfum, að stjórnin léti harða refsingu koma
Vrir þetta athæfi. En stjórnin hélt hlífiskildi yfir sökudólg-
Ul>um. Til málamyndar var reyndar nefnd skipuð »til að rann-
Saha málið*. Gandhi lét og rannsókn fara fram. En engrar
refsingar krafðist hann annarar en þeirrar, að hershöfðingjanum
væri vikið frá völdum.
Nú bjuggust margir við því, að Gandhi mundi nota sér
Pennan atburð til þess að afla sjálfstæðishreyfingunni fylgis og
j^a9na mótspyrnuna gegn ensku stjórninni. Það hefði verið í
®‘a lagið. En Gandhi var nú alt annað í hug. Hann gerði
yjnmitt það gagnstæða, og það sem öllum kom óvart. Hann
a vað, að fylgismenn sínir skyldu hætta störfum um tíma.
ann leysir upp félagsskapinn í bili, meðan hugir manna
voru að jafna sig og sefast. Hann var hræddur um, að ekki
Un* afs‘ýra ofbeldi og hryðjuverkum, ef nokkuð væri
a hafst meðan æsingin var mest. Þetta hlé stóð sumarið 1919.