Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 74
Presiafélagsritið.
Gandhi.
69
hafa sómalilfinningu, eins og wið. Og ef okkur er ósæmilegt
að klæðast erlendum fötum, þá megum við ekki smána fá-
íæklingana með því að telja þau þeim fullgóð«.
Bindindismál var annað áhugamál Gandhis. Vín og aðrir
æsandi drykkir var sú vara, sem hann vildi sízt láta flytja inn
í landið. Og menn skildu það, að þegar alt var undir still-
ingu komið og gætni, eftir kenningu Gandhis, þá var ekki
holt að neyta áfengra drykkja. Óhætt er að fullyrða, að al-
drei hafi bindindishreyfing náð annari eins útbreiðslu í nokkru
landi á jafn-skömmum tíma, eins og á Indlandi um þessar
mundir.
Fræðslumál var eitt af því sem umbóta þurfti frá rótum.
Sú fræðslu-tilhögun, sem Gandhi beittist fyrir, er afar-ein-
kennileg, en of langt mál yrði að lýsa henni hér, og verður
að sleppa því.
Afskifti Gandhis af stéttaskiftingunni er áður minst á.
Stéttaskiftingin er óhögguð, en stéttarígurinn virðisí hafa
beðið þann hnekki, að hann megi heita úr sögunni mjög víða
um land. Og það er Gandhis verk að mestu leyti.
Stjórnin á Indlandi horfði á þessar aðfarir, og gerði í
fyrstu ekki annað en að brosa í kampinn. ]arlinn sagði (í
ágúst 1920), að þessi hreyfing öll væri vitlausust af allri vit-
leysu, sem hann hefði heyrt getið um. Og í sept.mán. gefur
hann út ávarp til þjóðarinnar, einstaklega föðurlega áminn-
ingu; segist ekki hirða um að taka í taumana meðan engar
óspektir séu gerðar og lög landsins látin óbrotin. En hann
hótar hörðu, ef út af því bregði. — Það beið ekki lengi, að
út af því brygði. En furðulegt var það, að landsstjórnin sjálf
varð fyrri til að brjóta lögin og valda óspektum, heldur en
Gandhi og hans menn. Tilefni þess var bindindishreyfingin og
mótspyrnan móti vínsölunni. Stjórninni þótti þörf að vernda
vínsalana og firra þá atvinnu-tjóni. En þegar stjórnin á ann-
að borð var byrjuð — þó að í smáu væri í fyrstu — þá gat
hún ekki hætt, heldur færðist smátt og smátt upp á skaftið,
og úr því varð loks látlaus ofsókn.
Undir árslokin 1920 samþykti þjóðþing Indverja í einu