Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 79
74
Kjartan Helgason:
Pre*tafélagsritiö.
ingu fyrir þessum mótstöðumanni og var auk þess hrædd við
hann, eða réttara sagt hrædd við það, að ef hún tæki hann,
mundi þjóðin tryllast og alt landið loga í einu uppreisnarbáli.
Það þótti Gandhi sárast, ef sú skyldi vera ástæðan til þess,
að honum var hlíft og ef sú ástæða skyldi vera á rökum reist.
Þennan vetur (1921—22) allan hafði hann geymt hjá sér
skjal, er hann hafði sjálfur skrifað. Það var ávarp til þjóðar-
innar; ætlaði hann að láta birta það, ef hann yrði tekinn
fastur eða líflátinn. Hann segist hvorki hræðast fangelsi né
dauða. Með því verði hvorki sér né málefni Indverja unnið
neitt mein. Það eina sem hann hræðist sé það, að þjóðin
kunni ekki að sýna nóga stillingu og sjálfafneitun i baráttunni
fyrir réttindum sínum. Og svo leggur hann henni Iífsreglurnar,
hvernig hún skuli haga sér, þegar hans missi við.
Um mánaðamótin febr.—marz var það orðið fastákveðið,
að gera það Gandhi til geðs, að fresta uppreisninni um óá-
kveðinn tíma, og þjóðin sýndist sætta sig við það, eins og
aðrar ráðstafanir Gandhis. Svo mikið átrúnaðargoð var hann
orðinn. Og þá dró hann sig í hlé, fór heim til sín og ætlaði
að dvelja um tíma meðal vandamanna sinna og nánustu læri-
sveina, til þess að hvíla sig og safna kröftum. En sú hvíld
varð ekki löng. 10. marz komu gestir heim til hans. Það voru
lögreglumenn, sendir af stjórninni til þess að handsama hann.
Hann tók þeim eins og góðum gestum og fylgdist fús með
þeim. Kona hans fékk að fylgja honum að fangelsisdyrunum.
Lítt skiljanlegt þótti þetta tiltæki stjórnarinnar. í nærri því
2 ár vinnur hún kappsamlega að því að hneppa í íangelsi
helztu fylgismenn Gandhis, en þorir ekki að leggja hendur á
hann sjálfan, og hefði þó oft sýnst brýnna tilefni en nú. Nú
var uppreisnar-hótunin afturkölluð og alt dottið í dúnalogn,
hjá því sem áður var. En hvernig svo sem á því stóð, þá
var nú Gandhi tekinn, og sakamál höfðað gegn honum. Aðal-
sakargiftin var sú, að hann hefði æst upp lýðinn, vakið hatur,
fyrirlitningu og mótþróa gegn löglegri stjórn hans hátignar,
Bretakonungs, og þess vegna ætti hann óbeinlínis sök á
ódáðaverkum þeim, sem lýðurinn hafði gert sig sekan um. —