Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 81
76
Kjartan Helgason:
Prestafélagsritiö.
dóm, svo þungan, sem lög leyfi frekast. En það tekur hann
skýrt fram, að ef hann fái lífi að halda og ef hann verði ein-
hvern tíma aftur frjáls maður, þá muni hann aftur taka til
óspiltra málanna og halda sömu stefnu.
Varnarræða Sókratesar er heimsfræg. Vera má, að vörn
Gandhis þyki einhvern tíma ekki ómerkari, þegar menn eru
farnir að skilja betur hugsunarhátt hans, en enn er orðið.
Síðustu vikurnar áður en Gandhi var tekinn höndum var
hann sárhryggur og hálf-bugaður. En nú, þegar hann stóð
fyrir dóminum, var hann eins og nýr maður. Allur raunasvipur
var horfinn; hann var svo hugrakkur og glaður, sem öllum
áhyggjum væri af honum létt.
Réítarhaldið var hátíðlegt, líkast guðsþjónustu. Allir sem
viðstaddir voru sátu hljóðir og klökkir, hugfangnir af þessum
einkennilega sakamanni. Dómarinn, sem réttarhaldinu stýrði,
er sæmdarmaður og prúðmenni. Bæði hann og Gandhi kept-
ust um að vera sem vingjarnlegastir og kurteysastir hvor við
annan. Þegar Gandhi hafði lokið vörn sinni, ávarpaði dómar-
inn hann á þessa leið: »Þér hafið, herra minn, gert mér að
vissu leyti hægt um vik, með því að játa öllu, sem þér eruð
kærður um. En þó hygg ég, að aldrei hafi sá dómur verið
upp kveðinn í þessu landi, sem meiri vandi hafi fylgt*. »Ég
veitc, segir dómarinn síðar, »að þér eruð maður sem berst
fyrir göfugum hugsjónum. Ég veit, meira að segja, að allir,
bæði fylgismenn yðar og mótstöðumenn, viðurkenna, að þér
hafið alla æfi lifað hreinu lífi og heilögu. Ég hygg, að nú séu
ekki rnargir þeir menn til á Indlandi, sem ekki harmi það
sáran, að þér hafið með játningu yðar gert mér og stjórn
þessa lands ókleift að sýkna yður og láta yður lausan*. Út
af þessu spanst langt samtal milli dómara og sakbornings,
rétt eins og dómarinn væri að leita ráða hjá honum um það,
hvernig vandinn yrði leystur. Að lokum lýsti dómarinn því
yfir, að lög leyfðu sér ekki að dæma hann í minna en 6 ára
fangelsi.
Þegar réttinum var slitið, þyrptust fylgismenn Gandhis að
honum, féllu á kné og grétu. En hann kvaddi þá blíður í