Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 89
84
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
flestum er ljóst, að eins og hver þjóð hefir sín sérstöku
þjóðareinkenni, sem skapast hafa af mörgum aðstæðum, af
náttúruskilyrðum þeim, er þjóðin á við að búa, af umhverfi
þjóðarinnar, af uppruna og eðliseinkennum landsbúa o. fl. o.
fl., — þannig eru kirkjur landanna einnig hver með sínum
séreinkennum, og þar koma mörg atriði einnig til greina,
eins og við mótun þjóðernisins.
Spurningunrii um séreinkenni þessara þriggja Norðurlanda
kirkna vil ég láta menn frá þessum kirkjum sjálfum svara.
Og það er svó heppilegt, að svar þeirra er til, er stutt og
virðist viðurkent af öllum þrem kirkjunum, þótt ekki megi
búast við, að í stuttu svari felist nein fullnægjandi lýsing á
eðli eða ástandi þessara kirkna. I því er aðeins lögð áherzla
á það, sem dýpstum mun veldur á ásigkomulagi kirknanna.
Svarid felst í orðunum: Kirlcja Svíþjóðar, söfnuðir Dan-
merkur og kristnilýður Noregs (Sveriges Kyrka, Danmarks
Menighed og Norges Kristne).
N. Söderblom, erkibiskup Svía, eignar þessa skilgreiningu
á einkennum Norðurlanda kirknanna norska prestinum dr.
Eivind Berggrav, ritstjóra »Kirke og kultur*. Segir erki-
biskup að Berggrav hafi notað ummæli þessi sumarið 1919
á kirkjulegri samkomu í skógi við Tissö Strand á Sjálandi
(sbr. Nordens Kirker 1921).
Hafa ummæli þessi síðan orðið fleyg orð, sem mikið hafa
verið notuð, því að í þeim hafa menn fundið þau einkenni,
sem öllu öðru fremur aðgreindu Norðurlanda kirkjurnar og
gæfu þeim sinn svip. I þeim felst, að það sem mest einkendi
kirkju Sviþjóðar, væri kirkjufélags- eða einingarvitundin; safn-
aðarvitundin væri ríkust hjá Dönum; en einstaklingsvitundin
væri það, sem mest bæri á hjá Norðmðnnum.
ksi Nú er það ætlun mín að leitast við í stuttu máli að lýsa
hverri þessara þriggja kirkna með þessa skilgreiningu í huga.
Ég byrja á Svíþjóð, á stærstu þjóðinni.
5 Þegar IfíuM \fil ikifjcju Svíþjóðar, sjáum vér fyrir oss