Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 94
Prestaféiagsritiö. Þrjár Norðurlanda kirkjurnar.
89
arinnar til að láta engan mann alast svo upp, að hann kynnist
ekki kristindóminum á uppvaxtarárum sínum. Ungkirkjuhreyf-
ingin leggur því afarmikla áherzlu á, að kristindómsfræðslunni
sé ekki útrýmt úr barnaskólunum, en sé skyldunámsgrein fyrir
alla. Öllum sé nauðsynlegt að öðlast þekkingu á frumalriðum
kristinnar trúar, þareð slík þekking sé skilyrði fyrir því, að
nienn skilji fagnaðarerindisboðun kirkjunnar. Þessvegna beri
ríkinu skylda til að sjá öllum börnum fyrir kristilegri fræðslu
• skólunum og veita enga undanþágu frá slíku. Ríki og kirkja
eigi að taka höndum saman um að sporna við fáfræði í trú-
arefnum, með því að sjá um, að allir eigi kost á að kynnast
aðalsannindum kristindómsins.
Nokkuð er um sértrúarflokka í Svíþjóð og vakningastefnur.
Einkum hefir hvítasunnuhreyfingin svonefnda náð talsverðum
tökum sumstaðar og hefir söfnuði æði víða um landið (300
—400 alls), þó flesta fámenna. Tveir prestar hafa á síðustu
árum hallast að þeirri hreyfingu og sagt af sér embætti í
þjóðkirkjunni. — Alls er talið, að 200—300 þúsund manns
sé utan þjóðkirkjunnar, en um 5.800.000 í þjóðkirkjunni.
í Svíþjóð hefir verið fremur lítið um kirkjuleg deilumál og
miklu minna borið á þeim, en í hinum tveim nágrannakirkj-
unum. Nokkur óánægja varð þó fyrir 5 árum (1923) út af
veitingu háskólakennaraembættis í Uppsölum (í N. T. skýringu).
Tveir voru umsækjendur, annar gætinn og kirkjulegur, en
hinn róttækari. Sá róttækari fékk embættið, þrátt fyrir ein-
dregin meðmæli kirkjunnar manna með hinum. Vildu sumir í
fyrstu ekki una við þetta og varð talsverður hergnýr í fyrstu.
Var skömmu eftir veitinguna haldinn fjölsóttur almennur
kirkjulegur fundur, þar sem þetta deiluatriði meðal annara
mála var til umræðu. Þar flutti Einar biskup Billing áhrifa-
mikla ræðu og hélt því eindregið fram, að fullkomið frelsi til
vísindalegra rannsókna yrði að ráða á hverjum háskóla; það
væri hollast bæði fyrir háskólann og einnig fyrir kirkjuna.
Var svo ekkert frekar gert í þessu máli.
í Svíþjóð hafa katólskir náð litlum tökum á þjóðinni, enda