Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 95
90 Sigurður P. Síverlsen: Prestafélagsritið.
er mjög ákveðin andsfaða gegn öllum áhrifum þeirra og
starfsemi.
Margt fleira mætti segja um kirkju Svíþjóðar, en á tvent
skal enn aðeins stuttlega minst. Annað er afstaða þingsins til
kirkjunnar, en hitt er sameiningarstarfsemi út á við.
Afstaða þingsins til kirkjunnar virðist verða vinveittari með
ári hverju, svo að þjóð og kirkja virðist verða sífelt samgrónari.
Sést þetta af frumvörpum þeim, sem borin hafa verið fram
um aðskilnað ríkis og kirkju og grundvallaratriði, er í því
sambandi kæmu til greina. 1909 og 1918 og 1923 komu
fram frv. í þessa átt, en andstaðan gegn þeim hefir með ári
hverju orðið ákveðnari. 1923 báru >kommúnisti« og fríkirkju-
maður fram hvor sitt frumvarp um þessi efni, en báðum var
umsvifalaust hafnað.
Hin kirkjulega einingarvitund Svía hefir fagurlega komið
fram í sameiningarstarfsemi þeirra út á við. Hefir erkibiskuo
þeirra haft þar forgöngu og verið einn af aðalmönnum í
*Líf og s/arf'-hreyfingunni, sem stefnir að því, að kristnir
menn geti orðið eitt í lífi og starfi. Fyrsta almenna kirkju-
þing þessarar hreyfingar var haldið í Stokkhólmi árið 1925.
Hafði öllum kristnum kirkjudeildum verið boðin þátttaka og
menn komu frá öllum álfum heims. Komu þar saman um
550 fulltrúar frá 37 þjóðum, þar á meðal tveir fulltrúar kirkju
vorrar. Sem sýnilegt tákn þess, hvílík einingar- og friðarþrá
ríkti á þessu merkilega kirkjuþingi, er >friðarklukkan« svo-
nefnda. Fulltrúarnir gáfu hver sinn skerf af kopar og silfur-
mynt þeirri, er í gildi var hjá þeirra þjóð. Úr mynt hinna
ýmsu þjóða skyldi búa til klukku og á hana grafa orðið
»bræðralag« á 37 tungumálum. Klukkan er nú geymd hjá
erkibiskupi Svía og á að notast á einingar- og friðarfundum,
og þá send til þess staðar, þar sem fundurinn er haldinn.
Var allur undirbúningur fundarins og forstaða annáluð og
hefir vakið mikla eftirtekt á kirkju Svía víðsvegar um lönd.
Kom fram á fundi þessum, hve víðsýn og öflug kirkja Sví-
þjóðar er. Unnu Svíar þarft og merkilegt verk með allri fram-