Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 97
92
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö*.
Til er líka mikil trúarþrá í Noregi hjá mönnum, sem lítið
gefa sig að kirkjunnar málum. Eru það menn, sem vilja lesa
um trúmál og heyra um þau talað, þótt ekki hafi þeir mótasl
í ákveðna átt. Segir dr. Eiv. Berggrav, að menn hafi eftir
stríðið verið sérstaklega sólgnir í að lesa alt, sem gefið var út
um lífið eftir dauðann. Hafi mönnum fundist, að lútherska
kirkjukenningin gæfi þar ófullnægjandi svör (»ejer ikke en
skikkelig eskatologi*, er haft eftir einum af norsku biskup-
unum). Segir hann t. d., að bók Paterson-Smyth um fram-
haldslífið hafi selst í 14 þús. eintökum.
Hins vegar er mikið um efnishyggju og jafnvel kristindóms-
óvild meðal norsku þjóðarinnar. Nautnasýki og óregla og
margvísleg léttúð og óreiða jókst á stríðsárunum. Segir próf.
Andreas Brandrud í ágætri grein: »Norsk kirkeliv under
efter-krigsaarene 1919—1923«, að flokkur meðal verkamanna
hafi horfið frá meginreglu jafnaðarmanna um að trúarbrögð
væru einkamál, en hallast að Moskva-sameignarstefnuskránni
um að berjast gegn kristindómi og kirkju, og játað guðlausa
efnishyggju. Segir hann að þjóðkirkjan norska eigi við alls-
konar erfiðleika að stríða, þegar ofan á alt bætist, að róm-
versk-katólska kirkjan sé að færast í aukana, byggi kapellur
og spítala og munkar flytjist inn í landið, og sértrúarflokkar
eflist og valdi glundroða. — Telst svo til, að alls séu 100—
200 félög sértrúarmanna til í landinu.
Ekki hefði því veitt af, að allir kirkjunnar menn og allir
kristnir áhugamenn, til hvaða kirkjudeildar sem þeir töldust
hefðu sameinað sig til baráttu gegn léttúð og siðleysi, gegn
allri efnishyggju og guðleysi. En það er hið mikla mein
norsku kirkjunnar, hve erfiðlega það hefir tekist. Þvert á móti
hefir innan kirkjunnar borið mikið á flokkadráttum og sundr-
ungu. Hefir sú sundrung náð til prestamentunarinnar, til
prestastéttarinnar og til leikmannastarfseminnar. Skal þessu
nú nokkuð nánar lýst.
Fyrst er þá að líta á tvískiftingu prestamentunarinnar. Hún
fer nú fram á tveimur stöðum, annars vegar í guðfræðideild