Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 100
Prestatéiagsritiö, Þrjár Norðurlanda kirkjurnar.
95
og að myndast hafi flokkar, þar sem menn komi til samfunda
og samvinnu, allir þeir, sem líkar hafa skoðanir. Eru stefnur
og flokkar æði gamlir í Danmörku — og eiga þeir fjölda
samkomuhúsa út um alt land, þar sem menn koma saman til
guðsdýrkunar, ekki síður en í kirkjunum, og svo til að vinna
saman og ræða sín áhugamál og hlusta á ræður og erindi
um margvísleg efni, er kirkjuna eða söfnuðinn varða.
Flokkarnir í Danmörku eru þrír. Elzt er hákirkjulega
stefnan og varð hún til fyrir áhrif frá biskupunum alkunnu,
Mynster og Martensen. Nefnist hún nú „Centrum" og er
virðulegur og gætinn miðflokkur.
Þá er Grundtvigs-stefnan næst að aldri. Margt frjálslyndra
manna telst til þessa flokks og á alþýðumentun Danmerkur
þeirri stefnu ómetanlega mikið að þakka. Grundtvigs-sinnar
hafa verið menningarfrömuðir hinir mestu og þekkja margir
hér á landi eitthvað til starfsemi lýðháskóla þeirra. Halda þeir
einnig uppi ýmislegum fundarhöldum og félagsskap og hafa
haft mikil áhrif á þjóðina á margan hátt. Þeir hafa barist
fyrir auknu frelsi í kirkjumálum og frá þeim stafa lögin um
leysing sóknarbands og um kjörpresta. Hafa á þann hátt
myndast >kjörsöfnuðir< (Valgmenigheder) og hafa margir af
prestum kjörsafnaðanna verið þektir menn.
Vngst er „innratrúboðs-stefnan“. Sá félagsskapur stofnaður
1853, en breytti um nafn 1861 og heitir síðan: >Kirkjulegur
innratrúboðsfélagsskapur í Danmörku* (Kirkelig Forening for
indre Mission i Danmark). Er félagsskapur þessi afaröflugur
og hefir fjölda af starfsmönnum á að skipa, auk presta þeirra
sem stefnunni fylgja. Eru starfsmenn þessir meðal leikmanna
nefndir trúboðar (Indremissionærer) og umferðabóksalar
(Kolportörer). Voru bóksalar þessir 1920 um 150, en trúboðar
um 200. Um 500 trúboðshús (Missionshuse) á flokkur þessi
víðsvegar um landið og þar eru miðstöðvar hinnar margvís-
íegu starfsemi félagsins, bæði að ytra og innra trúboði. —
Stefna þessi leggur mikla áherzlu á vakningu í prédikun
sinni, en hefir sérstaka helgunarfundi fyrir þá, sem gengið