Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 101
96
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
hafa Guði á hönd. Margt er gott um félagsskap þennan og
mikið starf hefir hann leyst af hendi í þágu kristindóms og
kirkju lands síns, en gallinn er, hve stefnan oft hefir verið
einhliða í dómum sínum um kristna menn, sem hallast hafa
að öðrum stefnum eða þeim fundist vera of frjálslyndir. Þó
verður að aðgreina Kaupmannahafnar-missiónina og lands-
missiónina í þessum efnum. Miklu meira frjálslyndi og umburð-
arlyndi við aðra hefir ríkt í Kaupmannahafnarfélagsskapnum.
Ekki er að undra, þar sem stefnur og flokkar standa
þannig andvígir hverir öðrum, þótt talsvert hafi borið á deil-
um og órói hafi stundum verið innan kirkjunnar.
En hvað sem um þær deilur má segja, er hitt ómótmælan-
legt, að mikið er starfað að kirkjulegum og kristilegum málum
innan dönsku kirkjunnar. Má þar nefna víðtæka ungmenna-
starfsemi, bæði sunnudagaskóla og K. F. U. M., góðgerðar-
starfsemi, sem sérstaklega annast börn og gamalmenni, er
hjálpar þurfa. Var 1902 stofnaður öflugur félagsskapur með
því markmiði, er nefnist: »De samvirkende Menighedsplejer*.
Sameinar hann starfsemi allra Kaupmannahafnarsafnaða um
fátækramálin. — Þá hefir kirkjan sýnt síðari árin áhuga á því að
leggja sinn skerf til lausnar verkamannavandamálanna. Er til
félagsskapur er að því vinnur og heitir hann: »KristeIig dansk
FæIlesforbund<. — Til ytra trúboðs varði »Dansk Missions
Selskab* 1925 U/2 milj. kr., og voru þá 122 danskir trúboðar
í Kína og Indlandi. Einnig hafa dönsku söfnuðirnir styrkt
trúbræður í öðrum kristnum löndum og unnið að því að
koma upp kirkjum og fá prestsþjónustu handa löndum sínum,
sem búsettir eru í erlendum stórborgum.
Þá er enn einn félagsskapur, sem ekki má gleyma. Það er
„Köbenhavns Kirkesag“ (Kirkjunefnd Kaupmannahafnar), sem
hefir sett sér það markmið, að bæta úr þeim kirknaskorti,
sem altaf vill verða í stórborgum, sem stækka hröðum fetum.
Fyrir 30—40 árum var ástandið í þessum efnum óþolandi í
Kaupmannahöfn. Þá voru til sóknir þar sem bjuggu alt að
80 þúsund manns. Ekkert var gert af hálfu hins opinbera til