Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 102
Prestaféiagsritið. Þrjár Norðurlanda kirkjurnar. 97
þess að bæfa úr þessu, þóft óánægjan væri megn. Þá tóku
söfnuðirnir sig saman til þess að koma þessu í lag og mynduðu
nefndan félagsskap. Árangurinn varð sá, að 1920 hafði félagið
látir reisa 35 kirkjur. Myndast þannig sífelt nýir söfnuðir um
hinar nýju kirkjur og sjá þeir að mestu leyti um sínar þarfir
sjálfir, fá aðeins lítinn styrk frá ríkinu. Nú sfefnir félag þetta
3Ö því að koma upp 20 nýjum kirkjum á 5 árum, fyrir
1928—29. Var fjársöfnun hafin 1923 og var ætlast til að
lcirkjur þessar kostuðu 4 miljón krónur; átti helmingurinn að
koma frá Kaupmannahöfn, en hinn helmingurinn frá héruðun-
um utan Kaupmannahafnar. Er nú svo langt komið fjársöfn-
uninni utan höfuðstaðarins, að búið er að skrifa sig fyrir nálega
allri þeirri upphæð, er óskað var að fá (þ. e. 2 milj.). Sýnir
þetta bezt framtakssemi og dugnað forgöngumanna þessa máls.
^9 með starfinu vex sjálfstæðisvitund safnanna.
Kemur hér sem víðar fram, að safnaðarvitundin er ríkari í
Danmörku en kirkjuvitundin. Enda hefir verið á síðari árum
hlynt að sjálfsstjórn safnaðanna með lögunum um »Menigheds-
raad« frá 1903. Eru 6—15 manns í hverri nefnd, samkvæmt
^reytingu á lögunum frá 1922. Frá sama ári (1922) eru einnig
lög um héraðsnefndir (Provsti Udvalg). Er biskupskjör lagt í
hendur safnaðarnefndanna. Voru 1923 kosnir 5 biskupar eftir
beim lögum. — í stjórnarskránni var loforð (Löfteparagraf
75 í stjórnarskrá 1849) um, að stjórnskipulag kirkjunnar skuli
ákveðið með lögum (»Folkekirkens Forfatning ordnes ved
Lovc), en úr því hefir ekkert orðið. Þó æskja margir meira stjórn-
skipulegs sjálfstæðis fyrir kirkjuna og meiri festu í stjórn
hennar. Er talið að þjóðkirkjan eigi nú, þrátt fyrir alt, meiri
úök hjá þjóðinni en fyrir 25 árum.
Presfaskortur var mikill um tíma í dönsku kirkjunni. Var
tá tekið til þeirra ráða, að semja lög um, að fleiri gætu
orðið prestar en þeir, sem tekið hefðu guðfræðipróf frá há-
skólanum. í lok ársins 1925 voru 63 prestar í embættum,
sem ekki voru guðfræðikandfdatar frá háskólanum. En þeim
kefir heldur fækkað, enda vilja söfnuðirnir heldur lærða guð-
7