Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 107
Prcslafélagsritiö.
St. Kr.: Geir Sæmundsson.
101
í Reykjavík og síðan á Seyðisfirði. Sótti hann nú um presta-
kall og var veittur Hjaltastaður 23. janúar 1897 og vígðist
11. maí s. á. Þar eystra var hann aðeins 3 ár, því að veitt
var honum Akureyrarprestakall 8. júní 1900. Því þjónaði
hann til dauðadags. Hann andaðist að heimili sínu á Akur-
eyri 9. ágúst f. á. af hjartasjúkdómi. Skorti þannig tæpan
mánuð á að hann yrði sextugur að aldri.
Séra Geir var prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi frá því
í ársbyrjun 1906, og haustið 1909 var hann skipaður vígslu-
biskup fyrir Hólastifti hið forna. Hafði hann verið nær því
einróma til þessa kjörinn af prestum innan stiftisins. Var
hann svo vígður biskupsvígslu af Þórhalli biskupi Bjarnarsyni
og fór sú vígsla fram í Hóladómkirkju 10. júlí árið eftir. Var
þar saman kominn mannfjöldi hinn mesti og margt presta
víðsvegar af landi. Þótti oss Norðlendingunum dagurinn hinn
dýrlegasti, og þegar Geir biskup síðar vígði tvo presta, annan
> Hólakirkju, en hinn í Akureyrar, fanst öllum, sem viðstaddir
voru, því líkast sem þeir hefði helgrar hátíðar notið.
Kvæntur var séra Geir Sigríði Jónsdóttur háyfirdómara
Péturssonar og síðari konu hans Sigþrúðar Friðriksdóttur
Eggerz. Frú Sigríður var fríðleikskona með afbrigðum og
mannkostum gædd að sama skapi. Mjög var jafnræði með
Þeim hjónum, því að Geir var bæði einkar vænn maður álit-
um og valmenni. Höfðu þau þegar á unga aldri felt hugi
saman en giftust haustið 1896. Sambúð þeirra var öll hin
ástúðlegasta og þó með raunum eigi alllitlum hinn síðari
þJuta samvistanna, því að þá átti frú Sigríður við langsaman
°S þungbæran heilsubrest að búa; fékk hún að vísu bata
nokkurn í bili, en svo gjörðist sjúkleiki hennar banvænn og
dró hana til dauða 23. október 1923.
Pau hjónin eignuðust 3 börn. Var þeirra elztur Sæmundur,
er andaðist 6 ára að aldri. Hin eru á lífi, Heba og Jón Pét-
Ursson stud. med.
Geir Sæmundsson var meðalmaður á vöxt. Knálegur á
uelli og gildur karlmaður að burðum. Á unglingsárum hafði