Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 114
108
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritiö-
lika fæddir hinir nafnfrægu fræðimenn séra ]ón í Hítardal,
faðir Finns biskups, og Hannes Finnsson er fæddur hér 1739
en fer héðan 15 ára gamall, er faðir hans verður biskup 1754,
eftir tuttugu og tveggja ára prestsþjónustu hér. Er Hannes hinn
tólfti biskup í Skálholti, talið frá siðabót, og næstur þeim síð-
asta Skálholtsbiskupa. Margar merkar ættir eru komnar frá
þessum gömlu og göfugu Reykholtsprestum.
Séra Þorleifur Bjarnason varð hér eftirmaður Finns biskups.
Við komu hans slitnaði fyrst ættlínan.
Það var séra Þorleifur, sem stýrði hér brúðkaupi Eggerts
Olafssonar haustið 1767. Var það eitt nægilegt til þess að gera
hann nafnkendari en ella. Heyrt hef ég það um séra Þorleif,
að hann hafi verið hinn virðulegasti maður, og ekki hefði
Eggert leitað til hans með svo veglegt brúðkaup, ef ekki hefði
máít treysta vel hans góðu aðstoð. En líka gátu fleiri orsakir
legið til þess. Séra Þorleifur var móðurbróðir Ingibjargar Guð-
mundsdóttur konu Eggerts.
Móðir mín var samtíða háaldraðri konu, er hún var barn
að aldri. Mundi kona sú séra Þorleif vel og var oft við mess-
ur hans. Taldi hún, að hann hefði verið fastur við fornar
venjur. Mundi hún það vel, hvað hann deildi á nýbreytnina, er
hann messaði í síðasta sinni á þriðja dag jóla. Var það litlu
eftir 1770. Þótti honum það kasta rýrð á jólahelgina, að horfið’
væri frá þeirri fornu venju, að halda jólin þríhelg, en þá var
breytingin í aðsígi. Byrjaði hann þá ræðu sína með málshætti
þessum: >Hafa skal meðan halda má«.
Séra Þorleifur dó í Reykholti 1783, ógiftur og barnlaus.
Eftirmaður séra Þorleifs var séra Eiríkur Reykdal. Hann
var Vigfússon, bróðurson Finns biskups. Kona Vigfúsar, og
móðir séra Eiríks, var Katrín dóttir séra Þórðar á Staðarstað
Jónssonar biskups Vigfússonar. En kona séra Eiríks var dótt-
ir ]óns biskups Teitssonar. Hafa þau hjón verið að öðrum og
þriðja að frændsemi, því ]ón biskup Teitsson var tengdasonur
Finns biskups. Séra Eiríkur var hér síðastur af hinni gömlu
Reykhyltingaætt. Hann fékk Stafholt 1807 og dó þar ári síðar.
Séra Eggert Guðmundsson fékk þá Reykholt. Var áður á