Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 117
^restafélagsriíiö.
Frá Reykhollspreslum.
111
hann því í brjóslvasa sinn. Reið hann því næst heim á leið.
Var þá einn. Kom hann síðast að Sturlureykjum. Er hann fór
þaðan beygði hann af leið og hleypti hesti sínum suður að
Reykjadalsá. Þá var nýafstaðið flóð, en veður gengið til út-
suðurs með frosti. Var áin því nýlögð með vökóttum íshroða.
Prestur reið út á ísinn, sem óðara brast, og druknaði hann
þar ásamt reiðhesti sínum. Eftir nokkrar vikur fanst lík hans
í ánni. Heimti Ingibjörg aftur bænakver sitt, er þar hafði
legið í ánni óhreyft í hinum sama vasa, þar sem prestur stakk
því. Gat hún þurkað kverið og geymdi það síðan til menja
um þennan sorglega atburð, sem vinur séra Þorsteins og
skólabróðir, ]ónas Hallgrímsson, orkíi út af alkunnu erfiljóð-
in: »Hvarma skúrir, harmurinn sári«. Séra Þorsteinn var jarð-
aður við kirkjudyr til vinstri handar er inn var gengið. Síðasta
haustið, sem hann lifði, valdi hann sjálfur stein einn suður á
fjalli. Atti steinn sá, samkvæmt ósk hans, að flytjast á leiði
hans. Flutti Magnús bóndi á Vilmundarstöðum steinninn á
leiðið, en Þorsteinn Jakobsson á Húsafelli meitlaði nafn séra
Þorsteins á hann í rúnaletri.
Kona séra Þorsteins var Sigríður Pálsdóttir, sýslumanns í
Norður-Múlasýslu, Guðmundssonar. Eftir lát manns síns flutti
hún að Síðumúla og bjó þar fá ár, áður en hún giftist afíur
séra Sigurði í Hraungerði, föður séra Stefáns sálmaskálds á
Kálfatjörn. Héldu þau brúðkaup sitt í Síðumúla. — Dætur
hennar og séra Þorsteins giftust allar og urðu kynsælar.
Ragnheiður giftist Skúla lækni á Móeiðarhvoli. Átti hann áður
föðursystur hennar. Guðrún giftist Skúla presti Gíslasyni á
Breiðabólstað í Fljótshlíð og Sigríður giftist Pétri Sívertsen á
Eyrarbakka, síðar bónda í Höfn í Melasveit. Þeirra dóttir var
^in góða og glæsilega kona Sigríður, kona séra Magnúsar
Ándréssonar á Gilsbakka. Þóttust gamlir menn, sem mundu
sera Þorstein vel, sjá glögg ættareinkenni með henni frá af-
anum. Að telja hér alla hina mörgu og myndarlegu afkom-
endur séra Þorsteins, yrði of langt mál.
Eftir lát séra Þorsteins Helgasonar var Reykholt veitt séra
Jónasi Jónssyni. Var hann þá á Höfða á Höfðaströnd. Þaðam