Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 119
Prestaféiagsritið. Frá ReYkholtsprestum. 113
Steingrím Thorsteinsson að semja grafskriftina og sendi Stgr.
þetta erindi:
„Hugtrúr hreystimaður,
hetja barns með geð,
orðsnjall gegn og glaður,
geymist hér í beð.
Kærleik, kraft og snilli
kennimannsins bar.
Nýtur himna hylli,
hann því guðsbarn var“.
Séra Vernharði Þorkelssyni var veitt Reykholt 1855. Kom
kann hingað frá Hítarnesi. Var þá kominn um sjötugt. Mjög
var hann lofaður fyrir mannkærleika, lítillæti og ljúfmennsku.
Myndu öll hans sóknarbörn hér hafa fúslega viljað taka undir
Weð Sigurði Breiðfjörð, er hann lýsti honum með þessari
stöku:
„Vernharð prest ég virða má
í vina flokkinn bjarta.
Hann hefir öðlast ofan frá
anda sinn og hjarta".
Hann var mesti reglumaðttr í fjármálum, reikningsglöggur,
en réttlátur. Vín þótti honum gott, en gætti hófs. Hafði á-
nægju af því að verða góðglaður, en lengra fór hann ekki.
Móðelskur var hann og orti nokkuð bæði í alvöru og góðu
9amni. 77 ára gamall sagði hann af sér pretsembætti og dó
hér í Reykholti ári síðar (1863). Líkkistu sína lét hann smíða
nokkru fyrir andlát sitt. Það gerði Lúðvík Blöndal, bróðir
Páls læknis í Ey. Þegar hann Iagðist banaleguna kom hann
frá Hvítárvöllum, en fékk lungnabólgu á heimleið. Háttaði er
heim korn og sagðist ekki stíga oftar á fætur. Geymdi hann
efni í líkklæði sín og bað frú Guðríði Skaftadóttur, konu séra
]óns Þorvarðssonar, að sauma þau strax áður hann létist, og
9erði hún það að orðum hans. Því næst óskaði hann að fá
a& sjá þau og gladdist hann við það eins og gott barn, er
tað fær nýja flík hjá móður sinni. Að þessu var sjónarvottur
Quðný dóttir þeirra séra ]óns og Guðríðar. Hefir hún sagt
n,er það sjálf, hvað sér stæði þessi atburður skýrt í barns-
8