Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 120
114
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritiö.
minni. Sýnir hann ljóst með hve mikilli hugarró þessi góði
maður kvaddi heiminn.
Fyrri kona séra Vernharðs var Ragnheiður Einarsdóttir,
systir Eyjólfs í Svefneyjum. Er margt manna frá þeim komið.
Þeirra son var Þorkell bóndi í Víðikeri í Bárðardal, faðir
séra ]óhanns dómkirkjuprests í Reykjavík, og dóttir þeirra
var Soffía kona Helga í Vogi á Mýrum, sem fjöldi fólks er
frá komið, þar á meðal Bjarni Asgeirsson á Reykjum í Mos-
fellssveit. Síðari kona séra Vernharðs var Sigríður dóttir séra
Jónasar gamla.
Séra Jóni Þorvarðssyni var veitt Reykholt 1862. Kom
hann þá frá Görðum á Akranesi. Flestir ættmenn hans voru
í Húnavatnssýslu. Þar var séra Þorvarður faðir hans prestur
um eitt skeið og kona hans, en móðir séra Jóns, var dóttir
auðugs bónda í Vatnsdal. Meðal systkina séra Jóns var
Hannes bóndi á Haukagili í Vatnsdal, Skúli alþingismaður á
Berghyl og séra Þorvarður, sem enn er á lífi, prestur í Mýr-
dalsþingum, hálfbróðir hans. Og systir hans var kona Hans
Natanssonar.
Séra Jón var fríður sýnum, tæpur meðalmaður á hæð en
þéttur á velli. Rjóður í andliti og sléttur á vanga. Iiafði jarpt
skegg um kjálka, en rakaður um munn og höku. Hann var
lítillátur og gestrisinn, glaðvær, barngóður og ör á fé, átti þó
við heldur þröngan efnahag að búa, voru þá ár erfið að ýmsu
leyti. Vín þótti honum gott, en ekki var hann þó mikið kend-
ur við drykkjuslark, en sumum þótti orðalag hans höggva
helzt til nærri broti á þeirri kurteisi, sem krefjast mátti af
fyrirmyndarmanni. Prestur var hann talinn dágóður, en enginn
jafnoki þeirra, sem snjallastir hafa verið taldir í Reykhoíti.
Hann dó hér 1866 eftir 4V2 árs veru, rúmlega fertugur að
aldri. Kona séra Jóns var Guðríður Skaftadóttir læknis í
Reykjavík. Hún dó fáum mánuðum síðar. Börn þeirra voru:
Skafti prestur á Hvanneyri við Siglufjörð, dó þar rúmlega
þrítugur. Anna og Guðný. Giftust þær báðar norður í Skaga-
fjörð sonum Ólafs í Ási. Maður Önnu var Sigurður á Hellu-