Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 121
Prestafélagsritið.
Frá Reykholtsprestum.
115
landi, en maður Guðnýjar Gunnar á Lóni. Þeirra son Ólafur
læknir, er lést í Reykjavík í vetur sem leið.
Vorið 1867 kom Þórannn Kristjánsson að Reykholti. Hann
var Eyfirðingur að kyni, náfrændi Jónasar skálds Hallgríms-
sonar. Faðir hans var séra Kristján Þorsteinsson, síðast á
Völlum í Svarfaðardal. Séra Þórarinn kom frá Prestbakka við
Hrútafjörð. Ekkert hlökkuðu söfnuðir hér yfir komu hans.
Fregnir bárust um hann að norðan. Var honum lýst þannig,
að hann væri hinn rnesti húsaseggur, stoltur og sérvitur. Þeg-
ar hingað kom reyndust fregnir þær ýktar en ekki uppspuni.
Séra Þórarinn var meðalmaður á hæð, grannvaxinn og létti-
legur. Magur í andliti og skegglaus. Svipur hans bar vott um
alvöru og skarpar gáfur, en minna bar þar á lítillæti og mildi.
Þó má vera að þeirra hafi fundist líka nokkur merki. Enginn
búhöldur var hann talinn og í Reykholti fanst honum fátt
um flest.
Ræðumaður þótti hann hinn prýðilegasti og skrifari með
hreinustu list. Á ég tvær tækifærisræður með hans eigin
hendi og bera þær vott um hinn snildarlegasta frágang. Alt
sem embætti hans kom við rækti hann ágætlega og hafði
alla bókfærslu í hinni mestu röð og reglu. í því tók hann
Hngt fram þeim, sem næstir honum voru Reykholtsprestar,
bæði undan og eftir. Eftir fimm ára dvöl í Reykholti sótti
t'órarinn um Vatnsfjörð og fékk veitingu fyrir honum. Vmsir
söknuðu kirkjuverka hans og töldu hann meðal 'hinna allra
Sáfuðustu presta, sem þeir mundu í Reykholti. En vínhneigð
hans og ýmsir túrar slógu nokkrum skugga á þann ljóma, sem
ltm hann var, að því undanskildu.
Kona séra Þórarins var Ingibjörg Helgadóttir bónda í Vogi
J Mýrum. Börn þeirra voru: Kristján Eldjárn prestur á Tjörn
1 Svarfaðardal, Helgi bóndi í Rauðanesi, Stefán gullsmiður á
Akureyri, Ingibjörg Sesselja og Þorbjörg.
Eftir burtför Þórarins dróst um eitt ár koma hins næsta
Prests. Þjónaði þá Reykholtssókn séra Páll Jónsson á Hesti,
en • Stórássókn séra Þorvaldur Jónsson frá Gilsbakka, er
Stðast var prestur á ísafirði. Þá höfðu söfnuðir ekkert að