Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 123
Preslafélagsritið.
Frá Reykholtsprestum.
117
aö, til þess að vekja á honum þessa miklu eftirtekt: Vel
samdar ræður, sterk og drynjandi rödd, bæði í lestri, söng og
tóni, og eldmóður í framburði. Börn spurði hann í messunni,
jafnt sumar sem vetur, frá 10—16 ára aldurs. Röðuðu þau
sér til beggja handa fyrir framán sætin í framkirkjunni, gekk
hann þar fram á milli þeirra og lét hvert barn lesa greinar
úr kveri eða biblíusögum. Undu börnin þessu vel og urðu
ófeimin, en flestum þeim 16 ára gömlu mun samt hafa þótt
.qóð lausnin. Gaf hann hverju barni til kynna hvenær hann
leysti það frá spurningum. Gerði hann það með langri skiln-
aðarræðu. Alla miðvikudaga í sjöviknaföstu messaði hann í
Revkholti, en mánudaga á Síórási. Kom hann altaf á messum,
væri veður ekki ófært.
Hið mikla álit á prestsverkum séra Þórðar var víðar en
hér um Borgarfjörð. Þegar Pétur Hafstein lést vorið 1875,
hafði hann óskað þess fyrir dauða sinn, að séra Þórður syngi
Yfir sér látnum, og var hann sóttur suður að Reykholti til
þeirra verka. Ánafnaði Hafstein honum uppáhaldsreiðhesti
sínum, brúnkúfóttum að lit, fyrir ómakið. Sömuleiðis hafði séra
Páll Jónsson í Viðvík, sálmaskáld, verið búinn að kjósa séra
Þórð til þess að syngja yfir sér. En sér Páll lifði lengur, svo það
kom ekki til með það. Þess minnist ég líka, að eitt sinn er
úq var við Reykholtskirkju að sumarlagi, var ein nafnkend-
asta konan úr Saurbæjarsókn, Guðný Andrésdóttir á Drag-
hálsi, lesin í kirkju í Reykholti. Hefir henni víst þótt virðu-
I°qra að velja séra Þórð til þess, heldur en sóknarprestinn
s’nn séra Þorvald Böðvarsson. Þrátt fyrir hið mikla álit, sem
sera Þórður hafði fyrir hin skörulegu prestsverk sín, voru þó
Hldar veilur í fari hans utan kirkju. Hann þótti kríta nokkuð
liðugf í frásögnum og ofnautn víns rýrði bæði efni hans og álit.
Kona séra Þórðar var Margrét Ólafsdóttir, læknis Stefáns-
SOriar, amtmanns Þórarinssonar. Nokkrum árum áður en hann
Hutti að Reykholti, misti hann konu sína og dóitur sama
u°rið. Atti hann þá einn son eftir, Jónas að nafni; dó hann
ar> síðar, þá kominn á Latínuskólann í Reykjavík. Greru þau
Sar aldrei til fulls. Bæði börn séra Þórðar dóu á 17. aldursári.