Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 129
P*e8tafélagsritiö.
Ól. Ól.: Um kristniboð.
123
»Faðir vor«, bæn okkar allra: »Komi þiít ríki!« — Kristin-
dómurinn er einu sígildu heimsírúarbrögðin. Það er óbifan-
leg sannfæring allra sannkristinna manna, að hann skorti
engin skilyrði til að vera það. Enda er líka kristniboðið feg-
ursti ávöxturinn á meiði kristninnar.
Hvað sem öllurn skoðanamun líður hlýtur maður að vænta
þess, að kristnum mönnum komi saman um það, að ekki er
vel farið, ef nokkur einstaklingur eða þjóð fer á mis við
Krist, skortir þekkinguna um hann, eða er fyrir utan áhrifa-
vald hans.
Indlands kristniboðinn merki, Stanley ]ones, segir frá því í
bók sinni »Christ of the Indian Road«, að lærður Hindúi
hafi einu sinni ávítað Sadhu Sundar Singh íyrir að hafa gerst
trúskiftingur. »Því«, spurði hann, »hvað hefir eiginiega kristin-
dómurinn fram yfir yðar gömlu trúarbrögð?* S. S. S. svar-
aði: »]esú Krist!« »Veit ég það«, sagði Hindúinn óþolin-
rnóður. »En hvaða grundvallaratriði eða kenningar hafið þér
fundið í kristindóminum, sem yður var áður ókunnugt um?«
*Þar hefi ég fyrst og fremst fundið Krisí«, svaraði S. S. S.
aftur. Vfirgaf þá Hindúinn hann, ekki án vonbrigða, en hugs-
andi. — ]ones bætir við: »S. S. S. hafði alveg rétt fyrir sér.
I öðrum trúarbrögðum er margt fagurt, en öll vantar þau —
Krist. Segi einhver: »Komast heiðnir menn ekki full-vel af
án Krists?* þeim svara ég því, að ég veit ekki til að nokk-
ur maður, hvorki á Austur- eða Vesturlöndum, komist full-
vel af án Krists. Kristur er lífið, og þess vegna lífsnauðsyn«.
Og þetta er þá líka hinn mikli munur, sem er á kristin-
dómi og öðrum trúarbrögðum. — Kristinn maður kínverskur
shýrii- frá trúarreynslu sinni með þessari dæmisögu:
»Maður nokkur féll niður í djúpa gjá og meiddist mikið.
Lá hann á gjárbotninum særður og blæðandi og gat ekkert
l'ð sér veitt. Þá bar Konfúsíus þar að. Hann sté fram á gjár-
barminn og kallaði til særða mannsins: »Vorkunn er þér
veslings maður. En hversvegna varstu svo óvarfærinn að þú
skyldir ralla þarna niður í? Nær hefði þér verið að fara að
^ínum ráðum. Og varaðu þig nú betur framvegis*. »Hvernig