Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 130
124
Ólafur Ólafsson:
Prestafélagsritið..
á ég að komasí upp úr gjánni!« stundi særði maðurinn. En
þá var Konfúsíus farinn.
Og Búddha fór þar fram hjá. Hann leit niður í gjána, horfði
á særða manninn og sagði: »Mikið kenni ég í brjósti um þig.
Reyndu nú af öllum mætti að klifra upp svo sem tvo þriðj-
unga, mun ég þá ná í þig og bjarga þér«. — En særði mað-
urinn gat naumast hreyft sig og því síður klifið þverhnípi.
Þá heyrði Jesús Kristur kvein hans og kom fram á gjár-
barminn. Og er hann sá neyð hans kendi hann í brjósti um
hann, sté niður til hans í gjána, varpaði honum á herðar sér
og bar hann upp úr. Hann læknaði sár hans, reisti hann á
fætur og sagði: »Far þú, syndga ekki upp frá þessu!«
Þannig hefir Jesús Kristur reynst mér«.
Það gildir einu hversu mikið fagurt og háleitt er í trúar-
brögðum heiðingjanna og á hvaða menningarstigi þeir erm
Það er í þessu máli aukaatriði. — En þeir eru án Krists og
er því áfátt um það, sem þeir sízt mega án vera. Því ekkert
og enginn getur gengið þeim í hans stað. »Ekki er hjálpræði
í neinum öðrum«.
Fyr en menn sannfærast um Krist er ómögulegt að skilja
orsök né nauðsyn, aðferðir né árangur hinnar kristilegu starfs-
viðleitni í heiminum. Sá skilningur er gefinn þeim einum, er
fyrir trúna á Krist hafa stigið yfir frá dauðanum til lífsins.
Þeim, sem sannfærst hafa fyrir vitnisburð skírarans: »Sjáf
guðslambið, er ber synd heimsins. Þessi er guðssonurinn*.
II.
Iivaða þörf er á að við sinrtum kristniboði?
Því hefir þegar að nokkru leyti verið svarað: Heiðingjana
skortir þekkinguna um Krist og um fagnaðarboðskap hans.
Kristindómsfræðslu.
Ástæðan fyrir okkur að sinna kristniboði margfaldast þó,
þegar þess er gætt, hve mikil andleg og trúarleg neyð heiðingj-
anna er. — Þessvegna kom fyrsti kristniboðinn hingað til Evrópu,