Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 132
126
Ólafur Ólafsson:
Prestafélagsriliö.
ofboði fleygðu menn sér flatir fyrir fætur falsguðsins og börðu
enninu 3X3 í kalt steingólfið.
1 trúarlífi heiðingjanna ber langmest á hrædslunni; því að
hræðslan er óaðskiljanleg frá þrælsóttanum. Ef ilt er í ári, ef
einhver veikist, ef eitthvað er að, þó ekki sé nema ígerð í
fingri, þá stafar það af því að guðirnir eru reiðir, sífelt reiðir.
Altaf má maður því búast við hinu versta. Maður getur aldrei
óhultur verið. Maður verður stöðugt að vera að reyna að
blíðka þessa reiðu guði með bænum og fögrum loforðum, og
kaupa af þeim minstu hjálp fyrir miklar fórnir. — Talið er að
hjáguðadýrkunin muni kosta kínversku þjóðina a. m. k. 400
miljónir árlega, í reiðum peningum.
Það er erfitt fyrir mig að skilja hvaða sæla er í trúar-
brögðunum fólgin, þegar kærleikurinn er útilokaður, en öll
rækt er lögð við þrælsóttann, — hræðsluna. Með fullum skiln-
ingi á og með allri virðingu fyrir því fagra og góða, sem
finst í trúarbrögðum Kínverja, þá er ég þó óbifanlega sann-
færður um, að sæll getur enginn þeirra orðið í sinni trú fyr
en Jesús Kristur hefir kent þeim að kalla Guð föður sinn
og tilbiðja hann í anda og sannleika.
Ég hefi nú minst á hræðsluna, sem mér hefir virst taka
öllu öðru fram í trúarlífi heiðinna Kínverja. Og úr því ég tala
hér sérstaklega um skuggahlið heiðindómsins, verð ég því
næst að nefna harðýðgi heiðninnar.
Værum við nú staddir í Tengchow, þar sem ég hefi átt
heima, myndi ég benda ykkur á afvikna staði í útjöðrum
borgarinnar. Þar sér maður ósjaldan grasmottur samanvafðarf
og er bundið utan um þær með snæri. Inni í þessum mottum
eru lík smábarna. Þetta eru útburðir. Þetta eru hrannir á
ströndum Svartahafs heiðninnar. — Það er undantekning á
þeim stöðum, þar sem ég hefi verið í Kína, að hægt sé að
benda á heimili og segja: »Hér eru ekki borin út börn«.
Barnaútburður er svo algengur, að skammlaust geta konur
talað um það í allra áheyrn, hve mörgum börnum þær hafa
»lógað« og með hvaða móti. — Hugsið ykkur þá niðurlæg-