Prestafélagsritið - 01.01.1928, Side 134
128
Ólafur Ólafsson:
Frestafélagsritið.
í heiðnu landi er ekkert líknarstarf. — í fyrra lögðu ræn-
ingjar í eyði stórt þorp skamt frá Tengchow. Heimkoman var
ömurleg fyrir þá þorpsbúa, er bjargað höfðu sér á flótta:
Hvert einasta hús brunnið til kaldra kola, fatnaður, áhöld,
matmæli, alt horfið. Og þetta var rétt eftir seinni uppskeruna,
svo fólk misti alla vetrarbjörgina. En ekki varð ég þó var
við að einum einasta manni dytti í hug, að leita samskota
eða hjálpa þessu bágstadda fólki með öðru móti. (Undir
slíkum kringumstæðum hjálpa menn þó ættingjum sínum eftir
fremsta megni). Eina úrræðið fyrir flest alt þetta fólk var að
verða flökkulýður, hafa ofan af fyrir sér með betli. — Við
getum nefnt til samanburðar: Eftir Forseta-slysið var skotið
saman í Reykjavík nálega 100 þús. krónum á þrem vikum.
Hugsið ykkur að hér á landi værí engin fátækralöggjöf og
fólk yfirleitt enga umhyggju bæri fyrir bágstöddum, fyrir fá-
tækum, ekkjum og munaðarleysingjum, eins og á sér stað í
Kína. Því er landið fult af beiningamönnum. Fatlaðir menn,
blindir og fáráðlingar, tæringarsjúkir og holdsveikir, neyðast
undantekningarlítið til að verða beiningamenn. —
Tírnans vegna er ekki hægt að gera þessa frásögu lengri.
Eg hefi verið að reyna að lýsa andlegu neyðinni, og þá sér-
staklega getið um þrælsóttann. Eg hefi lýst harðýðgi heiðn-
innar og mannúðarleysi, og í því sambandi getið um barna-
útburð og barnatrúlofanir, reyrðar fætur kvenfólksins, fjöl-
kvæni og kjör bágstaddra. Tími vinst mér ekki til að tala
um myrkravöld hjátrúarinnar, um vanþekkinguna, um ósiðlæti
og óheilbrigðan hugsunarhátt í siðferðismálum, um ópíums-
löstinn, o. s. frv.
Hafi ég megnað að vekja menn til umhugsunar með því,
sem nú hefir verið sagt, býst ég við að þær hugsanir hljóti
að snúast aðallega um þrjú atriði:
1. Neyðarópið frá »Makedóníu«, frá heiðingjalöndunum,
hefir náð eyrum okkar: Kom og hjálpa oss! Hvergi er
börfin meiri.
2. Við skulum ekki vera svo vanþakklátir í garð kirkju- og