Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 136
130
Ólafur Ólafsson:
Prestafélagsriiiö.
í sambandi við, hefir hlotið starfsvið í Miðkína norðarlega.
Þangað eru 1700 km. frá næsta hafnarbæ, eða meira en
helmingi lengra en héðan til Noregs. — Þessi trúboðsakur
okkar er á stærð við J/3 af íslandi, eða 35 þús. ferkm. En
þar eru 8 miljónir íbúa. Starf er þó hafið á miklum meiri
hluta þessa stóra svæðis, en með því móti, að langt er á milli
kristniboðsstöðvanna og stór »köllin* okkar. Er bót í máli,
að innlendum samverkamönnum hefir fjölgað all-ört, svo að
nú eru þeir mikið á 3ja hundrað.
Starfsaðferðir okkar gefa allgóða hugmynd um, hverniff
unnið er að kristniboði yfirleitt. Skal því nánara skýrt frá
þeim hér. En það verður eðlilega að gera í þrennu lagi:
/. Prédikunarstarf.
Á trúboðsakri okkar eru kristniboðarnir búsettir í 10 stærstu
borgunum, og eru þar kallaðar aðalstöðvar. Þar eru stærstu
söfnuðirnir og eru nú að heita má sjálfstæðir. Þegar sam-
verkamönnum kristniboðanna fór að fjölga, gátu þeir farið að
sinna stærstu þorpunum kringum borgirnar. Söfnuðir hafa
myndast í 50 þessara þorpa og eru þar kallaðar útstöðvar.
Kínverskir trúboðar eru settir til að gæta safnaðanna á út-
ötöðvunum öllum og auk þess hefja nýtt starf út frá þeim.
Þannig er nú byrjað reglubundið prédikunarstarf á yfir 100'
stöðum. Er þar kallað prédikunarstöð. Nú er mikið farið að
nota ferðatjöld, sem taka 100—300 manns, til samkomu halda.
Kristniboðinn fer ásamt 6—12 kínverskum trúboðum til staða,
þar sem ekkert hefir verið unnið áður. Gerum við nú út
10 tjöld.
2. Kenslustarf.
Eins og gefur að skilja snúast ekki heiðnir menn til kristni
á einni eða tveimur samkomum. Til þess skortir þá þekkingu
og skilning. Þarf sterk áhrif til þess, að hjá þeim skapist
löngun og vilji til að fara að læra kristin fræði. — Námskeið
eru alstaðar haldin í sambandi við prédikunarstarfið. Venju-
legast verðum við að byrja á því, að kenna lærlingunum að