Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 137
Prestafélagsritiö.
Um kristniboð.
131
lesa. En að því er ekki hlaupið í Kína, eins og kunnugt er.
Talið er að af Kínverjum séu í mesta lagi 20 af 100 læsir.
Því næst kennum við kver og biblíusögur, o. s. frv.
Hafi söfnuður myndast í heiðnu landi er óhjákvæmilegt að
koma barnaskóla á fót. Ekki geta kristin foreldri sent börnin
sín í heiðna skóla. Og því aðeins verða börn safnaðarmeð-
lima skírð, að trygging sé fengin fyrir að þau fái kristilegt
uppeldi. í barnaskólum okkar voru hátt á 2. þús. nemendur
sl. ár, enda eru nú skólar á aðalstöðvum og útstöðvunum
flestöllum. Sumir þessara skóla má heita að séu barnaheimili.
Hefir mikill fjöldi munaðarlausra barna notið þess. Skólar
hristniboðsfélaganna víðsvegar í Kína, voru fyrstu skólarnir
þar í landi með nýtízku fyrirkomulagi og kensuaðferðum, og
eru nú mjög alment teknir til fyrirmyndar.
Tveir miðskólar, annar fyrir stúlkur og hinn fyrir pilta, eru
starfandi á okkar trúboðsakri. Miðskóla pilta veitti ég forstöðu
um tíma. Nemendur voru þá 90. — í sambandi við miðskól-
ana er kennaraskólinn. Þurfum við nú orðið á mörgum kenn-
urum að halda.
Að lokum verður að geta biblíu- eða trúboðaskólans og
Þrestaskólans.
3. Líknarstarf.
Snemma dáðust menn að hjálpfýsi og góðgerðasemi krist-
*«na manna. — Þegar Júlían fráhverfingur (361—363) reynir að
endurreisa heiðindóminn, tekur hann upp ýmsa siði eftir kristn-
um mönnum, t. d. líknarstarfið. Sama hafa Búddhatrúarmenn
Sjört í Japan; þeir stofna sunnudagaskóla, barnaheimili, o. s. frv.
Þéttbýlið í Kína, fátæktin, sóðaskapurinn og svo það, sem
tegar hefir verið sagt um harðýðgi heiðninnar, gefur mönnum
n°kkra hugmynd um verkefni kristinna manna þar.
Barnaheimilin hefi ég þegar nefnt. Blindraskóla hefir einn
°l{kar kristniboða stofnað.
Árið 1908 sendi kristniboðsfélagið norska lærðan lækni til
^ína. Hann fékk snemma nóg að gera. En 6 árum seinna
léll hann fyrir morðvopni ræningja. í Laohokow, borginni þar