Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 138
132
Ólafur Ólafsson:
Prestafélagsriiiö.
sem hann hafði sfarfað, er nú búið að reisa allstóran spítala.
Þar vinnur einn norskur læknir og tveir kínverskir, sem fé-
lagið hefir látið menta. — Enn þá eru læknar kínatrúboðs-
félagsins norska einu lærðu læknarnir á öllu þessu svæði, þar
sem 8 miljónir manna búa.
Með sanni má segja, að alt kristniboðsstarf sé líknarstarf,
í orðsins fylsta skilningi, og er jafnvel talið að vera heimsins
mesta líknarstarf.
IV.
Hvaða árangur hefir kristniboðsstarfið borið?
Það lítur fáránlega heimskulega út að gefa 12 ómentuð-
um mönnum skipun um að »fara út um allan heim og pré-
dika gleðiboðskapinn allri skepnu*. Heiminum hefir þótt það.
Því nú vinna 30 þúsundir trúboða á vegum evangeliskrar
kristni víðsvegar í öllum heiðnum löndum, en enn þá sitja
margir við sama keipinn og segja: Þetta er heimskulegt, þetta
er gagnslaust, þetta ber engan árangur! Þess er þá aldrei
gætt, að fyrirheitið, sem er inndælast allra fyrirheita, er óað-
skiljanlega tengt við kristniboðsskipunina. Því sé hann, sem
alt vald er gefið á himni og jörðu, með í verkinu, hvernig
getur það þá mishepnast? — Kynnist menn kristniboðinu eins
og það víðast hvar er rekið, munu menn heldur ekki efast
um góðan árangur.
Árið 1807 sté Róbert Morrison, fyrsti sendiboði evangel-
iskrar kristni, á land í Kína. Ekki fór kristniboðunum þar þó
verulega að fjölga fyr en um miðbik s. 1. aldar. Nú eru þe'r
um 6 þúsundir, að konum þeirra meðtöldum. Rúmur helming-
ur kristniboðanna hafa farið til Kína síðustu 15 árin og hafa
því unnið tiltölulega stuttan tíma. Taka verður til greina, að
þeir eru dreifðir víðsvegar um land, sem er stærra en Evrópa
öll og þar eru 380 miljónir manna ólæsir. — Annars geta
menn ekki gert sér í hugarlund alla þá erfiðleika, sem kristni-
boðarnir eiga við að etja.