Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 139
Presiafélagsriiið.
Um kristniboð.
133
Aldamótaárið 1900 voru kristnir menn í Kína orðnir 85 þús-
undir. Um þær mundir voru miklar óeirðir í Kína. Vfirgangur
erlendra verzlunarfélaga og ránpólitík stórveldanna blés mjög
að þjóðardrambi Kínverja og útlendingahatri. Stíflan brast
árið 1900. Átti þá að hætta öllum viðskiftum við erlend ríki,
og stjórnin í Peking skipaði svo fyrir að drepa skyldi alla
útlendinga stadda eða búsetta í Kínaveldi, »drepa þá, þó þeir
reyni að komast undan*. Á skömmum tíma liðu 134 kristni-
boðar evangeliska trúboðsins píslarvættisdauða, ásamt 52 börn-
um þeirra og 5 þúsundum kristinna Kínverja.
En ríki Krists er ekki af þessum heimi. — Eftir þessa
miklu eldraun hófust nýir og betri tímar í sögu Kínatrúboðs-
ins. Fjölgaði nú kristnum mönnum svo ört, að 20 árum seinna
(1920) eru þeir orðnir 400 þúsundir, auk 300 þús. óskírðra
lærlinga.
Á trúboðsakri okkar var ekki einn einasti kristinn maður
fyrir 35 árum. Nú eru oafnaðarmeðlimir nálega 4 þús. og
lærlingar hátt á þriðja þúsund.
Með tölum er ómögulegt að skýra frá því, hvað áunnist
hefir í kirkjum, skólum, sjúkrahúsum og öðrum stofnunum
kristniboðsins víðsvegar í Kína. Líknarstarfið er orðið afar
fjölþætt. Mest ber á sjúkrahúsunum, sem nú eru orðin 326;
einnig eru fjölmargar lyfjabúðir.
Lauslega hefi ég nú drepið á hvern árangur kristniboðs-
starfið hefir borið úti á trúboðsakrinum. Er hefir það ekki
haft neina þýðingu, nein áhrif á kristnina sjálfa, á söfnuði þá
°3 einstaklinga innan kristninnar, sem sint hafa kristniboði
Weðal heiðingjanna? Eða hefir kristniboðsstarfið aðeins kostn-
að í för með sér? Gefur það ekkert í aðra hönd? Endur-
Seldur það ekki með neinu móti erfiðið?
Reynslan er óvilhallur dómari. Og í þessu máli hefir hún
margendurtekið úrskurð sinn í 130 ár, svo ótvíræðan úrskurð,
að daufir gætu heyrt og blindir séð. Það hefir ávalt verið
óbrigðull vorboði, er kirkja einhvers lands tók að sinna heið-