Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 149
Preslafélagsriliö.
SJÁLFSFORRÆÐI KIRKJUNNAR.
Eftir séra Gunnar Árnason frá Skútustöðum.
Samkvæmt stjórnarskránni er hin evangeliska lúterska
kirkja þjóðkirkja hér á landi og ríkinu skylt að styðja hana
og vernda. í þessu stjórnarskrárákvæði felst augljós viður-
kenning frá ríkisins hálfu á því, að kirkjan er sérstök stofn-
un, sem í eðli sínu er óháð ríkinu, en sem það af stjórnar-
farslegum ástæðum hefir gert bandalag við. Eins, að ríkið
hefir skyldur gagnvart kirkjunni og verður að taka fult tillit
til réttinda hennár.
Það er heppilegt, að svo skýlaust er kveðið á um það í
stjórnarskránni, að kirkjan í landinu sé sjálfstæð stofnun. Því
þó ilt sé til að vita, verður það, eins og sakir standa, tæpast
séð af öðru. Hvorki hið almenna álit né framkvæmdin virðist
bera þess vott. Síðan um siðaskifti hefir viðleitni þess opin-
bera, eða löggjafar- og stjórnarvaldsins, altaf verið að skerða
meir og meir frelsi og sjálfstæði kirkjunnar, og nú er svo
komið, að hún hefir engan lagalegan rétt til þess að krefjast
sjálfstjórnar að neinu leyti. Og almenna löggjafarvaldið er
ekki fært um að veita henni slíkt vald, án þess að brjóta í
bág við stjórnarskrána § 1 (Smb. Kirkjurétt Einars Arnórs-
sonar, bls. 34).
Fyrst þessu er nú svona raunverulega farið, að kirkjan hefir
sem stendur enga lagaheimild né réttarkröfu um sjálfsforræði
í einkamálum sínum, og þar sem löggjafarvaldið og ríkis-
stjórnin hefir bæði yfirumsjón með og ræður í reyndinni allri