Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 152
138
Gunnar Árnason:
PrestafélagsritiÖ.
haldi áfram, — ætla ég að ekki sé þarflaust að benda á
nokkra helztu ágallana, sem nú eru á stjórnarfyrirkomulagi
kirkjunnar og ríkið ber mesta sök á, af skammsýni sinni.
f raun réttri má segja, að allir mestu misbrestirnir felist í
þessu, að kirkjan er altof bundin ríkinu, mikils til of ósjálf-
stæð til þess að geta notið sín, og komið því fram, sem hún
vill og á að fá ágengf. Eg vík hér sérstaklega að þrennu í
sambandi við það.
Öll reynsla sýnir og sannar, að frelsið er höfuðskilyrði alls
mannlegs viðgangs og vaxtar. Einstaklingarnir ná mestum
þroska og fá mestu áorkað þegar þeir eru óháðastir. Allir
fjötrar, sem feldir eru á þá spilla eða draga úr vexti þeirra.
Og þótt margskonar hömlur hafi um aldirnar verið lagðar á
einstaklingsfrelsið, með hag heildarinnar fyrir augum, hefir
altaf komið á daginn, að þær voru því aðeins til almennra
heilla að einstaklingarnir tækju þeim af fúsum vilja, legðu
þær óbeinlínis sjálfir á sig.
Um allar mannlegar stofnanir gegnir alveg sama máli og
einstaklingana. Þær geta hvorki þróast til fullnustu né haft
full áhrif út á við, án þess að njóta sem víðtækast frelsis.
Vér þurfum ekki að benda á ríkið eitt. Nefnum hvaða fé-
lagsskap sem verkast vill: bindindisfélög, ungmennafélög, bún-
aðarfélög. Er ekki talið bæði heppilegt og sjálfsagt, að þessi
félög hafi sjálfsforræði í öllum einkamálum sínum, jafnt
vegna ytri sem innri starfsemi sinnar? Ríkisvaldið hefir ekki
síður skilning á því en félögin sjálf, og grípur því ekki fram
íyrir hendur þeirra, nema af tvennum eftirfarandi ástæðum.
Annaðhvort af því, að ríkið lítur svo á, að félagið vinni heild-
inni ógagn á einhvern hátt, eða þá, að ríkið leggur félaginu
eitthvert lið til þess að hin frjálsa viðleitni þess, beri enn
betri ávöxt. — Hver maður skilur að þetta á eins við um
kirkjuna og hvert annað félag. Hún hefir ekki möguleika til
að vaxa til fulls hið innra, eða beita sér eins og skyldi út á
við, ef hún nýtur ekki frjálsræðis. Að svifta hana því að
mestu eða öllu, er beinlínis að sýna henni banatilræði, að
reyna að eyða henni.