Prestafélagsritið - 01.01.1928, Side 153
Pre9tafélagsritið.
Sjálfsforræði kirkjunnar.
139
í öðru lagi dylst ekki að ríkið hefir engan rétt til að fara
með dómsvald i sérmálum kirkjunnar. Kirkjan sjálf hvikar
aldrei frá því, að hún er sérstök stofnun, sem lýtur æðra
valdi en ríkisvaldinu og hefir annað markmið en ríkið. Ríkið
viðurkennir þetta líka — í orði.
Enginn maður, sem gert hefir verkasamning við annan,
fær með því rétt til að ráða einkamálum hans. Eins á engin
stofnun tilkall til að ákveða um sérmál annarar stofnunar,
þótt með þeim sé meiri og minni samvinna.
Mönnum ætti líka að vera það augljóst, að ríkið getur
bókstaflega ekki, hversu fegið sem það vildi, haft úrskurðar-
og dómsvald í eiginlegum kirkjumálum, nema rétt að nafninu.
Segjum að deila hefjist um það, hvort einhver trúarkenning,
sem kirkjan heldur fram, sé evangeliskur kristindómur eða
ekki. Vér skulum taka til dæmis, að það væri friðþægingar-
lærdómurinn, sem þráttunum ylli. Ef sakir friðar og heilla
yrði að skera úr um þetta atriði, ætti hæstiréttur eftir núgild-
andi lögum að hafa lokaorðið um hvort þessari kenning
skyldi haldið fram innan Þjóðkirkjunnar. Hæstiréttur! Lítil
líkindi eru til þess, að þeir, sem nú og framvegis sitja í hon-
um, séu nokkrir sérlegir guðfræðingar. Má vera að þeir gætu
þó í játningarritunum lesið sér til um þetta atriði, og þó ekki
annað en það, að einhverskonar friðþægingarlærdóm ætti
kirkjan að kenna. Til þess að hafa óyggjandi sannfæringu
um hverskonar hann ætti að vera, yrðu þeir vafalaust að
leita til guðfræðinganna um hjálp til að skýra játningarritin.
Og svo myndu þeir lang-sennilegast kveða upp dóm sinn
samkvæmt skoðun þeirra guðfræðinga, sem þeir teldu færasta.
Svona yrði eflaust aðferðin, hvenær sem veraldlegir dóm-
stólar yrðu kvaddir til að fella úrskurð um trú og siðkenn-
ingar þjóðfélagsins.
Allir ættu að vera fúsir til að viðurkenna, að þó þetta
fyrirkomulag geti blessast, meðan kirkjan, en ekki ríkið, hefir
í reyndinni andlega dómsvaldið, þá er það hreint og beint
fávíslegt og í beinni mótsögn við allar skynsamlegar og réttar-
farslegar venjur og siði. Ef slíkt viðgengist á öðrum sviðum,