Prestafélagsritið - 01.01.1928, Qupperneq 155
Prestafélagsritið.
Sjálfsforræði kirkjunnar.
141
íil stórtjóns. Hér á landi er safnaðarmeðvitundin svo sljó að
furðu gegnir. En sjálft kirkjuhugtakið virðist líka vera í þoku
fyrir öllum þorra leikmanna — og jafnvel prestunum. Ég segi
fyrir mitt leyti, og ég hugsa að ýmsir aðrir prestar taki undir
það, að ég finn tilfinnanlega lítið til þeirrar vitundar innan
prestastéttarinnar nú á dögum, að vér prestarnir séum allir
sanjþjónar og samverkamenn. Samþjónar Krists og samverka-
menn Guðs í að ryðja ríki hans veg meðal þjóðarinnar. Ég
held ég segi sannleikann, þó ég haldi því fram, að í fram-
kvæmdinni skoðum vér oss aðallega sem embættismenn ríkisins,
og álítum að vér getum haft dágóða samvizku, ef vér að
manna dómi rækjum sæmilega þau skyldustörf, sem það legg-
ur oss á herðar. Mér finst oss skorta skilning og áhuga á
því, að vér eigum í sameiningu að vinna, ekki ríkinu fyrst
og fremst, heldur í þjónustu þeirrar hugsjónar, sem vér vitum
sannasta, bezta og fegursta, og höfum svarið að helga líf vort,
að vér erum kallaðir til að vinna að því, að Guðs vilji verði
í landinu. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi villa vor, stafi af
ófrelsi kirkjunnar. Ríkið skyggir um of á hana, meira að segja
fyrir oss. Vér hvettumst áreiðanlega meira til einingar og
samstarfa, ef kirkjan væri fríkirkja og vér hefðum mannlega
talað allan veginn og vandann af málum hennar. En — bræð-
ur, vér höfum það eins í þjóðkirkjunni, því samur er Guð
vor og sami meistarinn og — vér eigum ekki sízta þáttinn
í því sjálfir, ef kirkjuskipunin er svo ill, að hún heitir litlum
árangri af starfi voru. Eða myndum vér ekki, ef vér legð-
umst allir á eitt, fá henni eitthvað breytt til betra horfs?
Fyrirgefið út úr dúrinn!
Hér vildi ég leggja aðaláhersluna á það, að fyrst kirkjan
lýtur öðru valdi en ríkisvaldinu, verður drottinvald hennar,
en ekki ríkið, að setja henni lög um þau mál. sem eru sér-
mál hennar, og ákveða hverjar framkvæmdir eru heppilegastar
til sigurs málefni hennar. Kirkjunnar menn verða að sækja
það til andans, hvaða starfsaðferðir þeim muni notadrýgstar,
og eins verða þeir af honum að skera úr um það, hvaða menn
þeir geta haft sér að samverkamönnum. Ríkið er ekki fært