Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 160
146
Gunnar Árnason:
Preslafélagsriiiö.
nálega alt vald. Auka mætti ráðgjafar-, löggjafar- og fram-
kvæmdar-vald þeirra í kirkjumálum.
6. Einhverskonar andlegur dómstóll þarf að vera í landinu.
7. Biskupar séu tveir, annar sunnan, hinn norðanlands.
Vald þeirra verði miklu meira en lög mæla nú fyrir. Þeir séu
einráðir um hverja þeir vígja, gefi einir út skipunarbréf presta
og guðfræðikennara, hafi yfirstjórn alls kirkjuaga og fleira
og fleira.
8. Prestastefnan, sem nú er árlega haldin í Reykjavík, og
er til lítils hagnaðar vegna þess að hún hefir svo að segja
bara skrafs og ráðagerðavald, hverfi úr sögunni. I stað henn-
ar komi kirkjuþing, sem haldið sé 2.—3ja hvert ár. Milliþinga-
nefndin í kirkjumálum, sem skipuð var 1904, kom fram með
tillögur um kirkjuþing. Því miður hefir mér ekki gefist kostur
á að kynnast þeim, hef þó frásagnir um aðalefni þeirra og
þykir það helzt að þeim, að þær eru ekki nógu víðtækar.
Skipun þess vildi ég hafa eitthvað á þessa leið: Biskup-
arnir séu sjálfkjörnir, eigi sæti á þinginu 20 prestar, einn
fyrir hvert prófastsdæmi, kosinn af prestum þess, og 20 leik-
menn, sömuleiðis einn fyrir hvert prófastsdæmi, kosinn af
sóknarnefndunum. Þingið standi aldrei lengur yfir en 15 daga.
Þingið hafi:
1. Löggjafarvald í öllum sérmálum kirkjunnar.
2. Ráðgjafar-atkvæði og tillögurétt um öll sameiginleg mál
ríkis og kirkju.
En í þeim flestum eða öllum, skal jafnframt það lagafrum-
varp, sem kirkjuþingið hefir samþykt óbreytt þrisvar í röð
verða að lögum, enda þótt Alþingi sé því mótfallið. (Svipað
vald hefir enska kirkjusamkundan nú gagnvart enska þinginu).
3. Ráðstöfunarvald yfir eignum kirkjunnar og fé því, sem
ríkið árlega veitir til kirkjulegra þarfa.
Að sinni hirði ég ekki um að koma fram með fleiri tillög-
ur um stjórnarskipun hinnar væntanlegu frjálsu þjóðkirkju.
En af því að ég geri ráð fyrir, að ég hafi nú að lokum
vakið sérstaklega eina spurningu í hug manna, vildi ég lítil-
lega leitast við að svara henni. Menn munu spyrja hér sem