Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 162
Prestafélagsritið.
ÞORSTI.
Erindi eftir séra Þorstein Briem.
Fátt er sárara en þorstinn.
Menn fá lifað alllengi þótt hungur sverfi að þeim, en þorst-
ann fá menn ekki staðist nema skamma stund.
Af þessari sáru þörf vorri, líkamlega þorstanum, hafa menn
svo dregið nafnið á ýmsri annari þörf manna og þrá. Menn
tala um auðþorsta, nautnaþorsta, þekkingarþorsta, kærleiks-
þorsta, sálarþorsta, o. s. frv.
Menn líta á það ýmsum augum hvað til þess þurfi, að fá
sál sinni fullnægt. — Ríki bóndinn í dæmisögunni leit svo á,
að sál sín yrði sæl, þegar hlöður hans væru orðnar nógu
stórar. Og gamli maðurinn í erfisveizlunni fékk eigi skilið,
hvers vegna ekkjan gæti verið að gráta yfir veizluborðunum,
þar sem svo mikill væri umhverfis hana maturinn.
Þarna í þessum tveim dæmum stefnir sálarþorstinn ekki
hátt. Og þó grípa dæmin greinilega á því tvennu, sem vér í
daglegu lífi teljum oft mest um vert.
Það er ekki von til að sá, sem eigi þekkir kærleiksþorst-
ann, fái skilið hvers vegna ekkjan er hrygg, fái skilið ástar-
þrá og söknuð hennar. Og það er ef til vill ekki heldur hægt
að ætlast til þess af þeim, sem hvorki verður þekkingar- né
kærleiksþorstans var, að hann telji nokkuð vanta á fullsælu
sína, þegar vel er séð fyrir hlöðunum.
En svalar þetta í raun og veru sálarþorsta nokkurs manns?
Því til svars vil ég minna á lýsingu skáldsins Stephans G.