Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 166
152
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið-
að henni sé burtu bægt, hún kemur til vor aftur, eins og
bergmál frá æðri veröld.
Á einum stað í ritningunni standa þessi orð: »Jafnvef
eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra« (Préd. 3, 11.). Vér
fáum því skilið hversvegna jafnvel hinir svonefndu vantrúar-
menn eru ekki einu sinni sjálfir sneyddir trúartilhneigingu og
trúarlöngun. I prestsstarfi mínu hefir mér jafnvel ekkert þótt
eftirtektarverðara, en það, hve margir afneitunarmennirnir eru
þó í raun og veru trúhneigðir menn, — ef vér aðeins fáum
komist inn úr skurninni og fundið það, sem þeir geyma inst
og dýpst í hjarta sér. Minnist ég í því sambandi oft orða
Þorsteins Erlingssonar: >Maður efar lengst það, sem maður
þráir heitast«. Þetta mun eiga heima um alla >óstorknaða«
»vantrúarmenn.« Guð hefir m. ö. o. lagt eilífðina í brjóst þeirra.
Eilífðarþorstinn, guðsþorstinn, verður aldrei deyddur til fulls.
Guð hefir lagt hann inn í brjóst vor.
í grískum fræðum fornum er undurfögur sögn um berg-
málið, — hvernig það sé til orðið í fyrstu. Bergmálið nefnist,
svo sem kunnugt er, á erlendum málum Ekkó. Ekkónafnið
var upprunalega heiti á dís einni guðaættar, með Grikkjum.
Hún festi ást á sveini einum fögrum, er síðar brást henni og
sveik hana í trygðum. Og dísin unga tók sér trygðarofin svo
nærri, að hún veslaðist upp og dó, — nema röddin. Rödd
hennar lifir enn í dag og svarar þegar á hana er kallað.
Eins er um guðsþrána í brjósti þér. Þar er dís, sem er
guðlegrar ættar. Hún festi ást á hjarta þínu í æsku og þú
hézt henni trygð þinni á hinni hátíðlegustu heitstund. Má vera
að þú hafir brugðist þeirri góðu dís. Má vera að þú hafir
jafnvel svikið guðlegu dísina í trygðum. Hún getur þess
vegna verið að veslast upp, eða jafnvel að deyja í brjósti þér.
En eitt máttu vera viss um: Rödd hennar deyr ekki. Rödd
hennar Iifir og mun svara þegar á hana er kallað.
Fær þá ekkert kallað á þessa helgu rödd í brjósti þér?
Kallar hvorki gleði né sorg, kallar hvorki ást né von á guðs-
þörf þína? Grætur þú frosti, þegar lífsins beisku vonbrigði
ber að höndum. Eða getur þú þá grátið gulllegu tárunum