Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 170
Presfafélagsritiö
FRÁ UPPHAFÍ DVALAR SÉRA ]ÓNS
BjARNASONAR í VESTURHEIMI.
Tvö bréf frá honum til séra Helga Hálfdánarsonar.
[Þar sem talsverður áhugi — og hann í alla staði lofsverður — virð-
ist vaknaður meðal landa vorra vestan hafs á því að fá ritaða sögu ís-
lenzka þjóðarbrotsins, hefir mér þótt ástaeða til að lofa þessum bréfum
séra Jóns Bjarnasonar sál. til föður míns að koma fyrir almennings
sjónir. Þau eiga það fullkomlega skilið. Því að þau hafa talsverðan fróð-
leik að geyma, sem fæstum er kunnur nú. Þau gefa góða hugmynd um
hið kirkjulega andrúmsloft, sem séra Jón lenti f þegar er vestur kom, og
um þá barátfu, sem hann varð að heyja við kirkjulega þröngsýni á hæsta
stigi. En þau gefa umfram alt góða mynd af höfundinum sjálfum sem
óhvikulum skapgerðarmanni, er til hins ýtrasta heldur fast við frelsi
sannfæringar sinnar, þólt hann eigi það á hættu að missa alla atvinnu-
von innan þessa norska kirkjufélagsskapar fyrir þá fastheldni sína við
það, sem hann álítur satt og rétt. Dr. J. H.J
I.
Decorah, Iowa, 15. jan. 1874.
Hátlvirti, elskulegi vin!
Aður en ég skildi við yður, hafði ég heitið því, að láta
yður með nokkrum línum vita um hagi mína eftir að ég væri
kominn hingað vestur. Það finn ég mér bæði ljúft og skylt
að efna; og eftir því sein nú stendur á högum mínum er ég
írá minni eigin hálfu neyddur til — ef nauðung skyldi kalla —,
að tala við yður fáein orð. Eg ætla að byrja miða þennan með
því að óska yður og öllum yðar gæfusams og gleðilegs ný-
árs, og það gjöri ég af hjarta. Af bréfum frá mér og konu
minni, sem munu hafa komið til Reykjavíkur með seinustu