Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 180
166 Tvö bréf frá séra Jóni Bjarnasyni. Prestaféiagsritiö.
félög, sem sýnódan sífelt liggur í bitru og hatursfullu stríði
við: »den norsk-danske Conferentse*, sem hefir skóla í
Minneapolis í Minnesota, »Augustana Sýnódan* (mestmegins
svensk) og »Ellingianerne« (norsk). Líklegt þykir mér, að öll
þessi kirkjufélög séu meir eða minna veil og sjálfsagt fana-
tisk og »ensidig«. Slíkt myndast eðlilega þar sem trúar-
Indifferentsen er á aðra síðuna. En alt um þetta er Ameríka
af guði gjörð einstaklega vel úr garði, og óskaplegur munur
held ég að sé að búa hér fyrir þann, sem búinn er að koma
sér niður eða á voru elskaða ættlandi. Ég ætla nú að enda
þennan miða, sem er hroðað af og skömm að bjóða elskuð-
um kennara sínum. Fyrirgefið allan minn ófullkomlegleika nú
eins og fyr. Ég trúi yður fyrir öllu því, sem ég hefi látið í
þessa bréfsómynd, og bið yður geyma það flest alt eingöngu
hjá yður, því að sumt af því má alls ekki berast út, t. a. m.
histórían úr prédikun Larsens o. s. frv. Ég bið yður bera
þeim meðkennendum yðar, kennurum mínum, Sigurði Melsteð
og séra Hannesi, mína hjartans kveðju, og gjarnan megið
þér segja þeim, að vel má svo fara, að ég verði orsök til
þess, að prestaskólinn í Rvík verði fyrir lasti, en það er alveg
á móti vilja mínum. — Ég kann yður einlægt þakklæti fyrir
alt, sem ég hefi getað af yður Iært fyr og síðar og mun
ávalt geyma minningu yðar með hjartanlegri virðingu og elsku.
Guð almáttugur gefi yður og öllum yðar æfinlega farsæld og
blessun. Með kærri kveðju frá konu rninni til yðar og konu
yðar, er ég sem fyr yðar elskandi
Jón Bjarnason.
29. Jan. 1874. — Ég má til að bæta enn við fám orðum.
Nú í viku hefir hér verið prestastefna sýnódunnar, er þeir
kalla conferentse. Byrjaði hún 22. þ. m. og var slitið í gaer.
Voru saman komnir eitthvað milli 30 og 40 klerkar og ræddu
þeir með sér ýms málefni, er þeir interessera sig fyrir. Þó
ég ekki hafi enn gengið í þeirra félag af ástæðum þeim, sem
ég þegar hefi getið, var mér þó boðið að hlýða á umræð-
urnar, er stóðu yfir daglega frá kl. 9—12 og 3—6, og þar