Prestafélagsritið - 01.01.1928, Qupperneq 181
Presiaféiagsritíð. Jvö bréf frá séra Jóni Bjarnasyni.
167
að auki prívat fundi á kvöldin 2—3 stundir, sem ég var ekki
á. Helzta mál, sem þar var raett, var: afturhvarfið; ekki urðu
menn þar á eitt sáttir, enda fanst mér þeir vel flestir tala
»svart«. Þeir ganga náttúrlega langtum lengra í sínum dogmatisku
distinctionum en biblían; en alt á að vera svo hárétttrúað, og
jafnaðarlega lesa þeir sínu máli til sönnunar langar klausur
úr ritum Lúters eða hans nánustu efíirmanna, því ekkert
annað hafa þeir í hávegum. Á þessari conferentse var prófessor
Schmidt frá St. Louis, er ég fyr hefi um getið. Hann er
mælskur maður mjög og kveður að honum meira í öllum
dogmatiskum »debat« en nokkrum öðrum. En hann erlíka eflaust
fjarskalega »ensidig« rétt eins og hinir. Ekki líkaði honum —
sagði hann — við guðfræðingana merkustu í Noregi, það er
að segja sem theologa, t. a. m. Johnson og Caspari, sem
hann kyntist í sumar, og yfir höfuð álítur hann, að lúterska
eigi þar ekki heima, eins og náttúrlega hvergi í Evrópu! Þeir
guðfræðingar ignorera alveg hér um bil hvert eitt og einasta
vísindalegt guðfræðisrit frá þessari öld. Strax eftir að ég kom
hingað, spurði ég Koren, hvernig honum líkaði Olshausens
commentar. Jú, hann áleit hann þá rétttrúaðan. En þegar ég
seinna vildi sýna honum hans Opfattelse af Inspirationinni, þá
var Olshausen orðinn svo rationalistiskur, að hann vildi ekki
heyra neitt, hvað hann segir í þessu efni. Sömuleiðis — og þó
miklu sterkar — »anbefalaði« hann mér Philippis Dogmatik.
Hún átti þá að vera sú eina rétttrúaða bók í þeirri grein frá
síðari tímum. Ég lánaði því þessa bók hjá kennara einum hér
við skólann, til að athuga hvað hann kendi um Inspiration
ritningarinnar o. fl. Til minnar furðu sé ég þá, að Philippi
hefir alls ekki sýnódutrú í þessu efni. Hann gjörir mun á
»U/ör/erinspiration« og »U/or/inspiration« ritningarinnar. Hinni
%ri hafnar hann um leið og hann ver hina síðari. Kennari
einn hér við skólann, prófessor Landmark, norskur philolog
(hinn eini maður af mentuðum Norðmönnnum hér, sem ég
hefi kynst), sem alveg er laus við hina ógurlegu »Ensidighed«
sýnódumanna, og sem ásamt konu sinni hefir verið okkur
svo makalaust góður og þægilegur), spurði nú meðan stóð á