Prestafélagsritið - 01.01.1928, Side 182
168 Tvö bréf frá séra ]óni Bjarnasyni. Presfaféiagsriiia.
Conferenlsen, prófessor Schmidt, hvaða exegese frá síðari
tímum hann vildi helzt »anbefale«. Schmidt svaraði fyrst með
því að segja, að það væri komið undir því, hvort hann ætti
við historisk-philologisk eða dogmatisk Exegese. Landmark
hélt nú, að hin dogmatiska gæti ekki verið sönn, nema að
hún væri bygð á hinni fyrnefndu. Loksins fékk hann út úr
Schmidt, að Philippis commentar yfir Rómverjabréfið væri hið
einasta í exegetiskri Litteratur hinna síðari tíma, sem mætti
nota. Sjálfir duga þeir ekki til að producera neitt nýtt og
þessvegna hafa þeir enga aðra guðfræðis-Litteratur en Lúters
verk og hinna ströngustu Lútersku guðfræðinga á rammorþó-
doxiu-tímabilinu eftir hans daga. Það er einkennilegt að þeir
vanrækja nærri því allar greinar guðfræðinnar nema domatikina
og studium hennar er nú svo ensidigt, eins og þegar er sagt.
Moral »anerkjende« þeir ekki sem vísindagrein í guðfræðinni,
af því hinir fornu Lúteranar hafa ekki gjört það. Prestur einn
kom hér um daginn inn til mín meðan á Conferentsen stóð,
sem ég hafði ofurlítið kynst áður. Ósjálfrátt komst ég í
hnakkrifrildi við hann út úr trúarefnum eða kirkjumálefnum.
Hann var að hefja kenningu sýnódunnar yfir skýin, og mér
varð þá á að segja, að kenning hennar væri að vísu efalaust há-
lútersk, en ég ímyndaði mér þó, að henni gæti skeikað í ýmsum
smáatriðum, og þessvegna yrði hún að vera auðmjúk og for-
dæma ekki alt of mjög öll önnur lútersk félög, fyrir það þó þau
greindi á við sýnóduna í ýmsu smávegis. Út af þessu varð
hann óður og uppvægur, en ég var einmitt, þegar maðurinn
kom inn til mín, að lesa skýringu þá, sem ég hefi í collegíi
eftir yður í Matt. 16, 18 og sömuleiðis í Olshausen, til
samanburðar við það, sem sýnódan í sínum »rette Regler for
Skriftens Udlæggelse* segir um þennan stað. Þar stendur
meðal annars: »Naar de (þ. e. Katholikerne) siger, at Christus
har erklæret Petrus for Klippe, saa fordreje de Herrens Ord.
.Petrus' betyder ikke en Klippe, men en Klippemand« o. s.
frv. Því til sönnunar að sýnódan ekki í öllu væri fullkomin í
»trúnni«, benti ég nú klerknum á þetta, og vildi í því skym
sýna honum, hvað stæði í frumtextanum gríska. Náunginn