Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 183
Prestafélaasritið.
Tvö bréf frá séra Jóni Bjarnasyni.
169
sagðist nú reyndar ekki skilja grísku, því hann er einn af
hinum praktisku prestlingum frá St. Louis, en samt uppástóð
hann óður og uppvægur, að nsxQog annaðhvort væri adj.(!)
eða í öllu falli ekki sama sem nexQa. Eg sagði honum, ég
hefði einmitt daginn áður flett orðinu upp í tveim grískum
orðabókum hjá prófessor Landmark og þar væri það útlagt
með klettur eða steinn (= jisxqo). Þá sagðist hann bera fyrir
sig menn, sem hlytu að hafa vitað hina réttu þýðingu orðsins.
Ennfremur sagði hann mín útlegging væri katólskt »Kjætteri<.
Ég mintist þess við hann, að Matt. guðspjall mundi hafa
verið frumritað á ebresku, og komst ég þá að því, að hann
vissi ekki um það. Svo var maðurinn ákafur og ofsafenginn,
að ég hélt hreint að hann mundi éta mig. Ég minnist þessa
að gamni mínu til að sýna yður, hvílíkur er andi sýnódu-
prestanna. Ég er ekki þar með að lasta þá fyrir að þeir séu
vondir menn. Ég held þvert á móti að þeir vandi líferni sitt
mjög mikið, en þeirra vandlæting er eflaust ekki »með skyn-
semd*. — Ekkert veit ég enn, hvernig málum mínum lýkur
hér; en von hefi ég nú um, að það verði afgjört jafnvel í
næstu viku, eftir því sem ég í dag heyrði eftir Koren. Ég
ætla að halda mínu striki og ekki að láta troða upp á mig
neinu, sem ekki er mín sannfæring. Ég þykist því aðeins eiga
skilið að heita kristinn eftir lúterskri Opfattelse, að ég ekki
breyti á móti minni samvizku. Ég styrktist svo mikið í gær í
skoðunum mínum við að lesa í fyrirlestrum yðar innganginn
til Matteusar guðspjalls (sem þér lásuð fyrir, þegar ég var
í prestaskólanum). Að vera „meira orþodox“ en þér í mínum
kenningum — ef nokkrar verða — get ég ekki leyft mér,.
hvað sem þeir segja. Gjörið nú svo vel, er þér ritið mér,
sem mig sárlangar eftir sem allrá fyrst, að segja mér: hverjar
vísindalegar guðfræðibækur frá nýjari tímum þér álítið allra
beztar. Ég er búinn að sjá, að ættu þeir hér kost á að lesa
yðar exegese, þá mundu þeir finna þar margt fordæmingar-
vert, sem ég gæti tilgreiní nákvæmar, ef tími og rúm leyfðL