Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 188
174
Ásmundur Guðmundsson:
Presíafélagsritiö.
jarðirnar um endalausan geiminn, þá verðum vér Iítil hjá öll-
um þeim veldum. Vér höfum hugboð um það, að lifandi verur
byggi hnaitasæginn, og hvað verður þá um einsiaklinginn
innan um hundruð miljónanna á vorri jörð? Jafnvel hún sjálf
verður eins og rykögn, er feykist til. Blikandi ljósheimurinn,
sem oss þykir svo fagur, getur orðið oss ægidómur, letraður
stjörnum, um fánýti vora og smæð. Hvert sem vér lítum,
blasir hann við:
Hvað er maðurinn þess, að þú minnist hans?
Vér reynum að horfa í anda yfir þróun lífsins á jörðunni.
í fyrstu lifir óbrotin fruma. Hún vex, unz hún klofnar í tvær
eða fleiri frumur. Þær lifa sjálfstæðu lífi, klofna í nýjar og þannig
áfram koll af kolli. Frumurnar taka svo að hópast saman í
stærri heildir og margbreytni hefst. Sumir frumuhóparnir verða
staðbundnir, rótfastir, jurtir spretta, tré vaxa, jörðin verður
hlaðbúin í skaut niður. Aðrir öðlast hæfileika til að hreyfa sig
úr stað. Hafið verður móðir lifandi dýra. Þau þroskast með
mörgum kynkvíslum og greinum. Hryggdýr koma fram, fiskar
synda um og anda með tálknum. Síðar skriða sum þessara
dýra á land og fá smámsaman lungu. Nokkur skriðdýranna
hefja sig til flugs og verða fuglar. Sum finna nýja leið til
þess að vernda egg sín og unga þeim út óorpnum. Þau fæða
afkvæmi sín með nýjum hætti og næra síðan af sjálfum sér.
Tegundum fjölgar, spendýrin verða fullkomnari og fullkomnari,
unz mannkyn rís af þeim eftir þróun lífsins á jörðunni um
aldir miljóna.
Mennirnir hlíta sömu eðlislögum sem dýrin, fæðast, nærast
af efnum jarðarinnar, eiga afkvæmi, hrörna og deyja. Baráttan
fyrir tilverunni getur einnig þar orðið jafn grimm og með
óargadýrum. En allra glegst sést skyldleikinn á því, að fóstur
mannsins er á fyrstu þroskastigum eins og fóstur dýranna,
einnig hinna lægri dýra, hefir jafnvel tálkn um skeið. Liggur
þá ekki beint við að álykta: Maðurinn er ekki annað en eitt
af dýrum jarðar, vitrasta dýrið að vísu með fullkomnustu
heilabúi og taugakerfi, eins og verkin sýna, yfirdrotnunin yfir