Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 190
176
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
sig og sína, bera sig iðulega saman við einhverja aðra og
telja sig skorta margt á við þá. Öfund fyllir brjóstið og met-
ingur. Þannig eitra menn lífið hverir fyrir öðrum, berjast um
jarðargæðin í stað þess að láta kærleikann skifta. Baráttan
sú birtist í ótal myndum, en ægilegustum, þegar stríðin geysa
í heiminum. Þar kemur hún fram í allri sinni nekt, dýrseðlið
óhjúpað.
Þá er heimsstyrjöldin mikla hófst, var ég staddur í Vestur-
heimi. Þar sá ég í smáhólmum í vötnum vatnsrottubú, hug-
vitslega gerð og af miklum dugnaði. En þegar fjölgar svo,
að mjög tekur að þrengjast í búinu, þá leitar hópurinn út.
Flokkar úr nágrannabúum slást einnig með í förina, og er
henni stefnt til hólma fjær í vatninu eða í öðrum vötnum.
Þar er svo herjað á önnur vatnsrottvbú og reynt að leggja
þau undir sig. Grimmasta stríð er háð með blóðugum orust-
um, unz annarhvor flokkurinn liggur dauður. Síðan verður
mér jafnan, er ég hugsa um stríð mannanna, að bera þau
saman við þessa hryllilegu mynd. Þjóðirnar berjast um lönd
og landsgæði rétt eins og rottumergðin.
í æfi sjálfra vor sjáum vér einnig, að öfl eigingirninnar
hafa miklu ráðið. Vér höfum mörg metið oss sjálf mest, látið
það marka stefnuna frá bernsku að meira eða minna leyti.
Og þótt vér kunnum að hafa hylt andlega hugsjón og kjörið
að æfihugsjón, þá hafa eiginhagsmunahvatirnar viljað skyggja
á hana og binda oss byrðar af blýi. Sæjum vér æfi vora alla
skýrt, eins og hún er, þá er hætt við, að rósemin myndi bif-
ast og vér horfðum á hana hrygg og höggdofa. Eitthvað af
þeim harmi felst í orðunum fornu: »Sem tómur skuggi gengur
maðurinn um. Þeir gera háreysti um hégómann einan, hann
safnar í hrúgur, en enginn veit, hver þær hlýtur«.
Þegar svo hafa komið fram afreksmenn, sem hafa sýnt
fram á fánýti alls þessa og haldið á lofti eilífum hugsjónum
kærleika og sannleika, þá hefir þeim stundum Iítt viljað þol-
ást það. Ýmsir hinna beztu hafa verið ofsóttir og deyddir.
Sókrates vildi kenna Grikkjum hógværð og sannleiksást, en
þeir réttu honum eiturbikar að launum. Spámenn ísraels risu