Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 191
Prestafélagsritið.
Um gildi mannsins.
177
hver af öðrum og boðuðu Guð heilagleikans og réttlætisins.
En samtíðarmenn þeirra tóku þeim eins og stendur í dæmi-
sögunni: »Einn börðu þeir, einn drápu þeir og einn grýttu
þeir*. ]óhannes skírari hvetur þjóð sína til afíurhvarfs, er
Guðs ríki sé nálægt. Höfuð hans fellur fyrir böðulsöxi. Líkt
fer um marga frumherja kristninnar á fyrstu öldum hennar.
Villidýrin, sem rífa þá sundur lifandi á leiksviði Rómaborgar,
eru ímynd hugrenninga og tilfinninga lýðsins gagnvart þeim.
Jóhann Húss brýnir fyrir mönnum að lúta í öllu veldi sann-
leikans og er brendur. Giordano Bruno birtir af karlmensku
djörfustu hunsjónir vísindanna og er í staðinn afmáður af
jörðunni. Þannig mætti telja áfram til vorra daga.
Og þó eru þessi dæmi ekki nema hjóm hjá einu: Myrkur
jarðar hörfar frá. Ljósheimar Guðs opnast. Og ljósið skín í
myrkrunum — en myrkrið meðtók það ekki. Jesús kom fram
og birti mönnunum Guð og guðsríki. Einu sinni hlotnaðist þeim
fullkomin opinberun Guðs — og hana negldu þeir á kross.
II.
Við slíkar hugsanir um mennina vill lífsgleðin þverra og
oss skyggja fyrir sjónum meir og meir. Er þá gildi vor
mannanna svo lítið — lífinu ólifandi? En jafnvel þá er vér
erum döprust og liggur við að láta hugfallast, þá finnum vér
eitthvað hjá oss í djúpum hjartans rísa gegn svo þungum
dómi, hann sé einhliða og ósanngjarn. Minningar líða fyrir
ósjálfrátt um ást og trygð, sem vér höfum notið. Hulin rök
hjartans draga hann í efa. Höfum vér enn horft nógu fast
og lengi? Er ekki til æðra og réttara sjónarmið? Vér viljum
leita sannleikans og einskis annars, en er þetta sannleikurinn
um gildi mannsins? Vér reynum að leggjast dýpra í von um
það, að koma betur auga á hann.
Vér láturn sökkvast inn í hreinan ljóma himinfestingarinnar.
Sólir tindra, fjarlægari og fjarlægari, sólnabelti, og alt af því
fleiri sem heiðskírara er og sjónin sterkari. Vér verðum
minni og minni í augum vorum: hismi, ekkert. En alt í einu
12