Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 192
178
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsriti&.
skiftir um. Voldugri hugsun slær niður eins og leiftri í sál
vora og birtir alt fagnandi. Ljómi horfir við ljóma. Einmitt
svo mikill verður Guð og skapari alheimsins að vera til þess,
að vér höfum gildi í augum hans. Oendanlegt veldi og tign
þarf til þess að sjá vora smæð og meta hana að nokkru.
Það sem vér erum fyrir Guði það erum vér í raun og veru.
Og hvað er stórt og hvað smátt í augum hans? Minsta eind
tilverunnar er sólkerfi á sinn hátt, runnið saman af rafeind-
um ljósvakans, er sveiflast í hring. Og er minna um það vert
en hin sólkerfin? Hver getur fullyrt það? Vér þurfum ekki
að spyrja með ótta og kvíða: Hvað er maðurinn þess, að þú
minnist hans? Almættisverk Guðs vottar það, að hann getur
ekki gleymt honum.
, Hið minsta duft í mold þú sérð
og mælir brautir stjarna;
þú felur himintunglamergð
og tárin þinna barna*.
Kenningin um uppruna mannsins af dýraríkinu verður
einnig bjartari við nánari kynni. Það er honum engin óvirð-
ing, þótt api eða froskur kunni að hafa verið forfaðir hans.
Þróunarkenninguna þá ber að vissu leyti að sama brunni og
sköpunarfrásögn ritningarinnar: Maðurinn var skapaður af
moldu. En í rauninni er hún gleðilegri. Því að sömu öflin,
sem lyft hafa foreldrum mannsins stig af stigi og manninum
sjálfum, hljóta enn að Iifa í honum og starfa og munu leiða
hann áfram og upp á við til vegsamlegri þroska.
Ég hlýt í þessu sambandi að minnast á afbragðsbók, sem
nýkomin er út á vora tungu og nefnist »Sköpun og þróun*.
Hún er eftir einn af mestu andans mönnum Englendinga og
ágætan eðlisfræðing, Oliver Lodge, og byggist á visindastarfi
og rannsóknum heillrar æfi fram til allra síðustu ára. Þar er
lýst á fagran og áhrifamikinn hátt þróun mannsins og fram-
tíðarvonum.
Um 400 miljónir ára eru frá því, er jarðskorpan storknaði.
Mest-allan þann tíma hafa aðeins lifað á yfirborði hennar
jurtir, fiskar, skriðdýr og fuglar, engin vitund vaknað, sem