Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 194
180
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
býr og hefir þegar lyft því frá óbrotinni frumu á svo hátt
þróunarstig? Orar oss fyrir þeim hæðum, er það mun stíga
upp til? Afburðamenn sögunnar, sem komið hafa fram á alda
fresti og koma, virðast vísa veginn eða aðalstefnuna. Þeirra
þroski á að verða almennur þroski einstaklinganna síðar. Þeir
eru leiftrin, sem boða það, að Herrans eldur brenni í hverj-
um runni hér á jörðu mannanna.
Svo eru að efni til nokkrir höfuðþættirnir í skoðun Oliver
Lodges. Og í því ljósi verður þróunarkenningin dásamlegur
gleðiboðskapur um gildi mannanna, en birtir hvorki eyrnd
þeirra né auvirði.
III.
Einhlít verður þó þessi niðurstaða oss ekki. Þungar og
dapurlegar efasemdir geta vaknað í sambandi við hana. Sá
þroski, sem vér þekkjum, virðist ekki vera í beina stefnu
áfram og upp á við heldur liggja í boga. Þegar vissu marki
hans er náð, þá verður ekki hærra komist, heldur íekur
hnignun við hægt og hægt, hrörnun og dauði. Svo er um líf
allra jurta og dýra og æfi mannsins sjálfs. Fæðing — bernska
— æska — manndómsár — afturför — elli — andlát. Sömu
lögum hlíta einnig þjóðirnar. Blómaskeið þeirra vara ekki um
aldur. »Þjóðir deyja, detta hof, dýrstu turnar falla«. Heims-
veldi hníga. Jafnvel hnettir sjást farast í himingeimnum og
sólna bíður slokknun. Eru þá ekki snúnir sömu örlögþætíir
lífinu öllu á vorri jörð? Getur það ekki verið, að þróun þess
liggi í boga, fyrst hærra og hærra um óralangan tíma frá
frumu til manns og frá manni til ósegjanlega miklu fullkomn-
ari veru og svo smámsaman hægt og hægí niður á við? Eru
ekki eins miklar líkur fyrir því frá sjónarmiði skynsemi og
rökréttra hugsana?
Ægileg hætta er einnig samfara yfirburðum mannanna yfir
dýrin. Þeir þekkja mismun góðs og ills og eru sjálfráðir,
hvort þeir kjósa heldur. Brauíin til mikils og dásamlegs
þroska liggur opin fyrir þeim, ef þeir aðeins vilja hann með