Prestafélagsritið - 01.01.1928, Síða 198
184
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
ekki staðist hana. Hann leitar ]esú enn í dag, þrátt fyrir
stríð og þjóðahatur og mun aldrei geta slept honum. Hið iila
er máítugt að sönnu, en fórnin þó miklu máttugust. Hún
sigrar veldi þess í hjörtum mannanna. Hún á þar dýpst ítök
og getur vakið hið góða til lífsins jafnvel hjá þeim, sem
spiltastur er.
V.
Hjá göfgustu mönnunum, sem vér þekkjum, birtist hið góða
máttugt og hreint. Oss verður sennilega flestum fyrst að hugsa
til móður vorrar, sem bar oss undir brjósti, fæddi með harm-
kvælum til lífsins og nærði af lífi sjálfrar sín, vafði oss örm-
um og leiddi við hlið sér. Hversu heitt unni hún oss, er hún
fórnaði daglega lífi og kröftum fyrir oss. Þótt vér mætum
gildi annara að engu, þá myndum vér áreiðanlega meta hana
mikils. Nafnið eitt snertir helga strengi í brjóstum vorum.
„Hvað er ástar og hróðrardís
og hvað er engill úr Paradís
hjá góðri og göfugri móður?“
Æfi hennar líður öll við fórnir, smáar að vísu í heimsins
augum, en í raun og veru miklar og dásamlegar, ekki síður
en þær, sem sagan heldur á lofti. Hún gleymir sjálfri sér til
þess að muna eftir öðrum, gefur, fórnar, líður. Stundum er
ekki heldur minna vert um það, hvernig konan líður með
manni sínum og fyrir hann og hefur hann þannig á hærra
þroskastig siðferðilega. Hversu dýrðleg er yfirleitt æfi góðrar
konu. Og víða má finna bæði meðal kvenna og karla sannar
hetjur, sem hika ekki við, þegar á reynir, að leggja lífið í
sölurnar. Menn hætta sér til bjargar öðrum inn í brennandi
hús, út á brimsollið haf, upp hamra og hengiflug, ofan í hrynj-
andi námur. Hér á jörðu hafa lifað margir heilagir menn og
lifa enn, ósýnilegt félag heilagra um allan hnöttinn, ekki svo
að skilja, að þeir séu syndlausir og fullkomnir, heldur hafa
þeir helgað Guði og hinu góða alt sitt líf. Hugsjón kærleik-
ans og hreinleikans hefir vakað fyrir þeim og þeir kept í