Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 204
190
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiöu
Þannig hóf Kristur gildi mannsins í æðsta veldi. Hann er
Guðs barn og getur lifað í nánasta samfélagi við föður sinn.
Hvað í því felst, birtir ekkert skýrar en bænin »Faðir vor«.
Sá, sem má segja »faðir« við guðdómsvaldið, er ræður himni
og jörðu, er sjálfur hafinn yfir himin og jörð upp í þá hæð,
er sálin lifir ein með Guði sínum. Hann biður til þess, a&
samlífið við föðurinn verði innilegra og innilegra. Alt er
miðað við Guð og það sem Guðs er á himni og jörðu. Alt,
sem guðsbarnið þarfnast er þar nefnt, en ekkert annað. Frá
hverju orði andar trausti þess, gleði, friði og kærleika. Er
ekki sem allur fagnaðarboðskapur ]esú um gildi mannsins —
já, allur kristindómurinn felist í þessum tveimur ávarpsorðum:
»Faðir vor«. Og hann, sem kendi oss að biðja þannig, var
ekki aðeins sannasti og fullkomnasti maðurinn á þessari jörðu,
heldur lifði hann í svo nánu samfélagi við Guð, að hann og
faðirinn voru eitt. Því hefir hann einn verið fær um að meta
til fulls gildi mannsins og afstöðu til Guðs.
Gildið miðast einnig að dómi hans við eilífðina, því að
mannssálin sé ódauðleg. Raunar hafa ekki geymst mjög mörg
orð hans um það. En sú skoðun hans liggur alstaðar til
grundvallar, enda gæti gildi manns því aðeins verið svo mikið
að það væri eilíft, og guðssamband hans svo innilegt, að það
væri ævarandi. Þegar hann talar um það, segir hann það
eins og það leiði algerlega af sjálfu sér, geti ekki öðru vísi
verið og sé að eins endurómur, sem allir finni og reyni, er
eilífðaröflin bærist í sálum þeirra. Dauðinn er einungis heim-
för til himneskra bústaða.
Slíkur var boðskapur ]esú um gildi mannsins og hann
staðfesti hann með því, sem hann var og vann. Hann heyrði
mannkyninu til og leiddi í ljós æðstu og göfgustu öflin, sem
með því búa. Og hversu auðgaðist mannlífið við komu hans.
Hann sagði ekki aðeins frá gildi mannsins, heldur sýndi það.
Það birtist þar, sem hann sjálfur var, og alt sem hann gerði
fyrir mennina — ekki sízt alt, sem hann leið, vottar það skýrt,
hve mikils hann mat þá og elskaði þá heitt. Því hafa menn-
irnir alt til þessa dags Ieitað að krossi hans á örlagastundum