Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 209
PrettaiéJagsritis. Prestafélagið. 195
ferðum þeim, sem sagl var frá í fyrra í áðurnefndri grein séra Á. G.
um ferðaprestsstarfið.
Þó var ferðaprestsstarfsemi á þessu ári ekki að öllu lokið með því,
sem þegar hefir verið skýrt frá. Því að séra Þorsteinn Briem fór í langa
ferð um Norðurland í júní og júlímánuði, alla leið til Raufarhafnar, og
bauðst til að flytja prédikanir og erindi í þeirri för þar sem þess yrði
óskað og hann gaeti því við komið. Tók formaður Prestafélagsins boði
þessu ‘með þökkum og var áætlun lögð í samráði við hann. Flutti séra
Þorsteinn í ferð þessari, — sem hann að öllu leyti fór á eiginn kostnað,
— samtals 18 prédikanir og erindi um kristileg efni. Kom hann í öll
prófastsdæmi fjórðungsins og bárust honum fleiri beiðnir um að messa
og flytja erindi, frá hlutaðeigandi prestum eða söfnuðum, en hann gat
orðið við, vegna þess, hve hann varð að hafa hraða yfirferð. Langflestar
samkomur varð að halda á virkum dögum, um annatíma; eigi að síður
voru þær mjög vel sóttar, og víða fólk, sein var komið Iangt að.
Þetta hefir gerst í þessu máli, og geta men.n nú, eftir að þessi reynsla
er fengin, betur en áður gert sér þess grein, hvort rétt sé stefnt eða eigi
með hugmyndinni um ferðaprestsstarfsemi innan kirkju vorrar.
Þeir sem sannfærðir eru um að rétt sé stefnt með starfsemi þessari,
harma það, að Alþingi skuli hafa neitað þjóðkirkju vorri um þann litla
sfyrk, sem farið var fram á að árlega væri veittur til þessa málefnis. En
jafnframt er eðlilegt að þeir spyrji, hvort leggja eigi árar í bát fyrir því,
eða hitt, að reyna að halda starfsemi þessari áfram, þrátt fyrir neitun
um styrk af opinberu fé.
Þrír möguleikar virðast mér vera á því, að slík starfsemi sem þessi
falli ekki niður.
Fyrsta leiðin er sú, að prestar leiti samvinnu hverir við aðra og hverir
við annars söfnuði, þegar þeir eru á ferð utan prestakalla sinna, í lík-
ingu við það, sem átti sér stað i norðurferð séra Þ. Br. í sumar. Myndi
slík samvinna geta orðið gagnleg og ánægjuleg, bæði fyrir prestana sjálfa
og fyrir söfnuði þeirra.
Önnur Ieiðin er sú, að efla svo fjárhag Prestafélagsins með aukinni
útbreiðslu ársritsins, skilvísi á öllum greiðslum, o. fl., að það geti Iagl
eitthvað fram til ferðaprestsstarfsemi framvegis.
En þriðja leiðin væri, að söfnuðir landsins tæki málefni þetta að sér
og héldu starfsemi þessari uppi með frjálsum samskofum. Ef slíkt gæti
tekist, væri það sennilega heppilegasta lausn málsins.
3. Deildir innan félagsins.
Eins og kunnugt er, voru tvær deildir stofnaðar á síðastliðnu ári. Á
fundinum á Hólum í sumar bættist sú þriðja við, deild fyrir Hegranes-
og Húnaþing. Var bráðabirgðastjórn kosin, og eru í henni: Séra Guð-