Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 211
Presfafélagsrliiö.
Prestafélagið.
197
lögum. — 3. Prestum sé fengin Ieigulaus íbú& fyrir sig og fjölskyldu
sína. Þeir greiði aftur fyrningargjald af íbúð sinni, svo sem lög mæla
nú fyrir og svari til skemda á íbúðinni, er að dómi óvilhallra manna
stafa af hirðulausri meðferð hennar. — Ennfremur Ieggur nefndin til,
og leggur áherzlu á það: 4. Að árslaun biskups séu frá byrjun 10.000
kr.“ — Tillögur þessar voru samþyktar á aðalfundinum á Hólum, að
undanteknum 4ða Iið, sem biskup óskaði að væri ekki borinn upp til
atkvæða.
Þá hefir félagsstjórnin, eins og að undanförnu, átt þátt í störfum og
stjórn Sambands starfsmanna ríkisins. Hefir Sambandið reynt að vera á
verði, þegar um launamálin var að ræða, átt tal við landsstjórn og þing-
nefndir um þau. — Um árangur er ekki mikið hægt að tala, þó eru nú
allir orðnir jafnréttháir um dýrtíðaruppbót.
Aðalatriðið í þessu máli er, að almenningi skiljist, að það sé síður
en svo að það geti verið þjóðfélaginu hagur að sveltilauna prestana og
neyða þá til að vera sér úti um alls kyns aukastörf til þess að geta séð
sér og sínum farborða. Kirkja vor og þjóð þarfnast þess þvert á móti,
að hlynt sé svo að prestum vorum, að þeir njóti sín sem bezt á
allar lundir.
5. Aðalfundur.
Aðalfundur þessa árs var haldinn föstudaginn 6. júlí að Hólum í
Hjaltadal. Fundinum stjórnaði formaður félagsins og skipaði hann séra
Friðrik J. Rafnar fundarskrifara. Á fundinum voru 26 félagar og stóð
hann frá kl. 10 árdegis til kl. 3 síðdegis, að frádreginni hvíld til mið-
degisverðar. — Dagskrá fundarins hafði verið löglega auglýst í „Tíman-
um“ og í „Verði". — Á fundinum var skýrt frá öllum þeim málum, sem
hér að framan hefir verið minst á, og þau rædd. Einnig var skýrt frá
hag félagsins og ársreikningur lesinn upp og samþyktur. Var í sjóði við
árslok síðustu rúmar 1610 kr. og fjárhagur félagsins því með álitlegasta
móti. Er það mest og bezt að þakka hinum ágæta féhirði félagsins,
præp. hon. Skúla Skúlasyni, sem annast hefir öll fjármál félagsins síðan
1924. Ákvað fundurinn að senda honum þakkarskeyti fyrir vel unnið
starf. — Þá var rætt um starfsskýrslur presta. Var séra Þorsteinn Briem
þar frummælandi og lagði áherzlu á, að prestar þyrftu að senda skýrslur
á áramótum um öll þau störf, er þeir inna af hendi árlega. Var svo-
hljóðandi tillaga samþykt: „Fundurinn æskir þess, að í stað hinna venju-
legu skýrslna um messugerðir og messuföll, verði prestum falið að gera
árlega starfsskýrslu, samkvæmt nýju skýrsluformi frá biskupi“. — Þá
talaði formaður um notkun kirkna til húslestra. Benti hann á þann sið
sumstaðar annarstaðar að nota kirkjurnar til sameiginlegra húslestra þá
sunnudaga, sem þar er ekki messað. Taldi hann æskilegt að sá siður
væri tekinn upp alstaðar í þéttbýli þar sem ekki bæri að messa hvern