Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 215
PreslafélagsritiB.
Ferð um Austurland.
201
er allstórt samkomuhús. Þar kyntist ég ýmsum myndarlegum piltum, þar
á meðal ]óni Þórarinssyni frá ]órvík, formanni ungmennafélagsins þar.
Þar allfjölmenn samkoma og hélt ég þar raeðu út frá 1. Kon. 10. með
frásögnum um kristilegar hreyfingar. Um kvöldið fór ég aftur upp að
Hjaltastað og var þar um nóttina í bezta yfirlaeti. Um hádegi kom Jón
Þórarinsson með hesta til mín og flutti mig að Eiðum. Fanst mér ég
vera kominn heim til mín, svo vinsamlegar voru viðtökurnar, og ljúft þar
að vera. Þar kom margt fólk og var naer full kirkja. Þar flutti ég erindi
út frá Róm. 12, 1—2 um hugsjónir hins kristilega Iífs. Á eftir hafði ég
samtal við nokkra pilta og varð mér kvöldið hið ánægjuríkasta. Frá Eið-
um fórum við af stað kl. 8 og fórum í bíl til Egilsstaða og biöum þar
meðan bíllinn fór niður á Reyðarfjörð, og síðan eftir hádegi með sama
bílnum fram í Skriðdal að Litla-Sandfelli; þar á eyrunum voru söðlaðir
hestar frá Stóra-Sandfelli og var all-fjölmennur flokkur fyrir. Var nú
riðið þaðan á skemtilegum hestum á góðum vegi fram að Þingmúla. Var
þar fjölmenni fyrir og gengið í kirkju. Eg talaði þar út frá Sálm. 107,
1 — 16. Var mjög ánægjulegt þar og skemtilegt fólk. Þar hafði ég þá gleði
að hitta gamlan vin og félagsbróður úr K. F. U. M., kennara Óla Quð-
brandsson, og foreldra hans. Komum við til þeirra að Hryggstekk í leið-
inni til baka og sátum þar all-langa stund. Sonur bóndans á Stóra-
Sandfelli fór með mér heim þangað, og fylgdi Óli okkur þaðan út að
Stóra-Sandfelli. Þar var tekið á móti okkur tveim höndum og vorum við
þar um nóttina í bezta yfirlæti og Iangt fram á næsta dag. Synir Quðna
bónda voru fveir heima, Björn og Haraldur, en tveir aðrir uppkomnir
synir eru bílstjórar milli Reyðarfjarðar og Hjeraðs, alt saman sfórmynd-
arlegir menn og áhugamiklir um félagsskap og andleg mál. Næsta dag
fóru þeir Björn Quðnason og Óli, vinur minn, með mér á góðum hesl-
um niður að Egilsstöðum og var það skemtileg ferð. Svo dvaldi ég þar
fram að kveldi að bíða bílfarar til Reyðarfjarðar. Við fórum frá Egils-
stöðum kl. 12 á lágnætti og komum til Reyðarfjarðar kl. l3/4. Vakti ég
upp hjá gömlum vini og skólabróður, Páli Pálssyni frá Þingmúla og
hafði þar alúðlegustu viðtökur. Þá um nóttina kom Nova að sunnan og
hitti ég mér til mikillar gleði séra Asmund dócent Guðmundsson, er
mestur var hvatamaður að því að ég færi í þessa ferð.
Næsta dag, 30. júní, var ég um kyrt á Reyðarfirði og hélt fjölmenna
samkomu í kirkjunni um kvöldið, þar sem ég talaði út frá Orðskv. 4, 23.
Ég heimsótti og ýmsa vini og kunningja þar í bænum. Næsta dag kom
Lagarfoss og fór ég með honum norður til Sauðárkróks og dvaldi þar í
4 daga. Þar prédikaði ég um kvöldið 8. julí í kirkjunni, og var
kirkjan nær full, enda þótt fjöldi hefði farið úr bænum til biskupsvígsl-
unnar á Hólum. Mánudagskvöldið predikaði séra Bjarni dómkirkjuprest-
ur Jónsson, og hafði ég á eftir samtal við pilta og forgöngumenn K. F.
U. M. þar á staðnum. Næsta kvöld kl. 8 hélt ég drengjafund og komu