Prestafélagsritið - 01.01.1928, Blaðsíða 223
Prestafélagsritiö.
Merk bók.
209
meö norrænum biskupum, eins og jafnan hefir verið lalið. En hvorl sem
það er gleðilegt eða ekki, þá er sennilegra að hann hafi verið íslenzkur.
Loks er svo síðasti (VI.) kafli þessa bindis: Erlenda kirkjuvaldiB í
algleymingi 1380—1524. Er nú lítið um stóra höfðingja og ágætismenn á
biskupsstólunum, en margt um miðlungsmenn og yfirgangsseggi. Þetta er
tímabil erlendu biskupanna. Það var eins og tákn þess, hve kirkjan gekk
á svig við alt þjóðlegt, að biskuparnir eru frá ymsum þjóðum, og var
þetta ekkert sérkenni á íslenzku kirkjunni. Her kirkjunnar var fluttur
land úr landi. Loks er í niðurlagi þessa kafla eins og hinna lysing á
kirkjulegum högum alment, andlegum kveðskap og klaustralífi. Lýkur svo
þessu fyrra bindi er að þeim er komið Ögmundi biskupi og Joni
Arasyni.
Síðara bindið er um kristnihald þjóðar vorrar eftir siðaskifti og er
það drjúgum stærra en fyrra bindiö, eða 384 + VIII bls„ og fylgir því
nafnaskrá fyrir bæði bindin.
Ég gat þess að efnisskifting fyrra bindisins drægi skarplega fram aðal-
línurnar í þróunarferli kirkjunnar á kaþólska tímanum. En engu síður er
hægt að segja það sama um efnisskifting þessa síðara bindis. Auk stutts
inngangs, þar sem ræddar eru sögusagnir um fyrstu merki þess, að lút-
erskan bærist hingað, er þessu bindi skift í sex kafla.
Fyrsti kaflinn: Evangeliskt kristnihald hefst, nær yfir árin 1524—1550,
og er því saga siðaskiftanna frá öndverðu og fram yfir dauða Jóns Aia-
sonar og Oddeyrardóm. Þessi kafli er nærri því 80 bls., og má af því
sjá, að hér er ekki um neitt flausturslegt ágrip að ræða, heldur all-ýtar-
lega frásögn. Er saga siðaskiftanna á íslandi mjög skemtilegt verkefni
fyrir sagnfræðinga, því að heimildir eru talsverðar, en með þeim hætti,
að mikill vandi er ofl að vinsa úr og nógar eyður til þess að halda
ímyndunaraflinu vakandi og gefa getspekinni tækifæri. Má nærri geta, að
tveir menn verða þar varla sammála um alt, og er það engin rýrð á
gildi bókarinnar þó að ég fallist ekki á skoðun höf. í öllum atriðum.
T. d. er deilumálið um þátt Qizurar Einarssonar í handtöku Ogmundar
biskups á Hjalla í Ölfusi. Vill biskup hreinsa Gizur af allri hlutdeild í
því verki, og hefir að engu söguna um bréf Gizurar til Ogmundar, sem
varð til þess, að hann forðaði sér ekki undan. En þessi saga er þó í
góðri heimild og tilgreint nafn mannsins, sem bréfið bar, og mun jafnan
reynast örðugt að þurka hana út með öllu. En auk þess er oft gert of-
mikið úr því, hvílíkt ódæðisverk þetta hefði verið af Gizuri, þótt satt
væri. Gizuri var algerð lífsnauðsyn að fá Iögum komið yfir Ogmund
meðan Hvítfeldur var hér, en hitt hefir honum sennilega ekki til hugar
komið, að hann myndi sæta þeirri hraklegu meðferð sem raun varð á.
— Þannig mætti fleira nefna, sem jafnan má yrðast um í þessari sögu,
en höf. verður að velja þá skoðun, sem honum þykir sennilegust, hvar
sem vafamál er.
14