Prestafélagsritið - 01.01.1928, Qupperneq 236
222
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
Þessi litla bók er eirt af merkilegustu bókunum, sem ég nýlega hefi
lesið. Hún hitar manni utn hjartarætur með lýsingu sinni á hinum
góðu prestshjónum, sent með fórnfúsu kærleiksþeli helguðu líf sitt mestu
vesalingum mannfélagsins, betrunarhússföngum og umrenningum. Johannes
Munck, fangelsisprestur, hafði kynsf sex þúsund belrunarhússföngum, en
misti aldrei trú á betrunarmöguleika slíkra vesalinga, þrátt fyrir öll von-
brigði, sem hann varð oft fyrir. Hann sá eitthvað gott hjá hverjum þess-
ara manna og varð svo gagntekinn af kærleika til þeirra og af löngun
til að vera sem mest fyrir þá, að hann sagði af sér embætti og myndaði
heimili, þar sem allir glæpamenn og umrenningar áttu athvarf, hvort sem
var um styttri eða lengri tíma.
Bjartsýni þessara hjóna á mennina — og á náð Guðs, var einstök,
og reynsla þeirra merkileg. Er bókin því lærdómsrík, eigi aðeins fyrir
þá, sem uppeldi hafa á hendi, heldur einnig fyrir alla aðra. Ættu prestar
að kynna söfnuðum sínum æfíferil slíkra manna. Því að æfisaga hvers
bjartsýns trúaðs manns, staðfestir lögmálið: að trúa á hið góða, ev að
skapa hið góða.
Prestur þessi andaðist á Möltrup á Jótlandi árið 1919.
Felicia B. Clavk: „Kröblingen fra Niirnberg“. Oversat af H. I.
F. C. M. — O. Lohse. Kbhn. 1927. — Kr. 3,00 d.
Joseph Hocking: „Andrew Boconnocs Testamente“. Autoriseret
Oversættelse af Svend Schaumburg-Múller. Forord af F. Friis Berg. —
0. Lohse. Kbhn. 1927. — Kr. 5,50 d.
Skáldsögur þessar eru báðar í sögulegri umgerð; er önnur látin ger-
ast á Þýzkalandi á siðbótartímanum, en hin á Englandi á síðastiiðinni
öld. Báðar lýsa þær baráttu milli kaþólskrar og evangeliskrar trúar og
draga upp glöggar myndir af tímabilum þeim, er þær gerast á, og af
vandamálum þeim, sem þá ollu mestu róti í hugurn manna. Sérstaklega
er síðari bókin vel rituð og hin skemtilegasta aflestrar. S. P. S.
P. tielweg-Lavsen: „Ved Slcillevejen". Betvagtningev ovev Köben-
havns Kivkesag. — O. Lohse. Kbh. 1926.
Köbenhavns Kirkesag, kirknamál Kaupmannahafnar, er ein af merk-
ustu hreyfingum innan dönsku kirkjunnar á síðari tfmum. Kaupmanna-
höfn hafði vaxið hröðum skrefum, en þess var ekki gætt, að fjölga kirkj-
um. Var svo komið, að í sumum sóknunum voru 70—80 þúsund manns.
Prestsþjónusta var því mjög ófullkomin, og persónulegt samband milli
prests og safnaðar að mestu horfið. Enda var kirkjuáhuginn þar eftir.
Allur fjöldinn var hættur að koma í kirkju. Kaupmannahöfn var að verða
að „heiðnum" bæ.
Eftir að nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til þess að bæta úr
þessu, án þess að árangur yrði, tókst nokkrum eldheitum áhugamönnunt